Home Fréttir Í fréttum Teikningar nýrra íbúða á lokametrunum á Seyðisfirði

Teikningar nýrra íbúða á lokametrunum á Seyðisfirði

288
0
Mynd: Austurfrett.is

Verið er að ljúka við teikningar að íbúðum sem leigufélagið Bríet áformar að reisa á gamla fótboltavellinum á Seyðisfirði.

<>

Þetta kemur fram í svari Soffíu Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóra Bríetar, við svari Austurfréttar.

Í byrjun árs var skrifað undir viljayfirlýsingu um byggingu allt að sex íbúða á vegum félagsins, sem er í eigu ríkis og sveitarfélaga á staðnum.

Framkvæmdir töfðust fyrst vegna skipulagsmála en í svari Soffíu kemur fram að einnig hafi verið beðið eftir að lagnagerð kláraðist á svæðinu, sem og teikningunum.

Samið hefur verið við MVA um bygginguna. Þar á bæ er verið að leggja lokahönd á teikningarnar. Í framhaldinu á nánari tímaáætlun framkvæmdanna að liggja fyrir

Heimild: Austurfrett.is