Home Fréttir Í fréttum „Þetta er bara ömurlegt“

„Þetta er bara ömurlegt“

211
0
Það fer ekki lítið fyrir framkvæmdunum á Vatnsstíg. Rekstraraðilar í kring eru ekki ánægðir með hávaðann. mbl.is/Sigtryggur Sigtryggsson

Rekstr­araðilar í grennd við fram­kvæmdareit á Vatns­stíg í miðbæ Reykja­vík­ur eru allt annað en sátt­ir við hávaða sem kem­ur þaðan, sér í lagi vegna stór­virks högg­bors sem notaður er til að bora fyr­ir bíla­kjall­ara á lóðinni.

<>

Fram­kvæmd­ir með högg­born­um áttu upp­haf­lega að taka 8-10 daga en síðan hafa þrír mánuðir liðið og enn er borað. Heim­ild er til þess að bora frá því snemma á morgn­ana og þar til rétt fyr­ir kvöld­mat­ar­leyti.

„Þetta er bara öm­ur­legt,“ seg­ir Hrönn Sveins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Bíó Para­dís, sem er við hliðina á fram­kvæmd­un­um.

 

Hrönn Sveins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Bíó Para­dís. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Leyfi borg­ar­inn­ar frest­ar sýn­ing­um sem borg­in fyr­ir­skip­ar

Þar hef­ur þurft að fresta sýn­ing­um yfir dag­inn, sem haldn­ar eru þris­var í viku fyr­ir grunn­skóla­nem­end­ur í Reykja­vík. Sýn­ing­arn­ar eru haldn­ar í sam­starfi við Reykja­vík­ur­borg, sem veit­ir síðan heim­ild fyr­ir fram­kvæmd­um sem trufla starf­sem­ina.

„Við höf­um þurft að fresta skóla­sýn­ing­un­um og af því okk­ur var alltaf sagt að þetta yrði búið bara í lok vik­unn­ar, þá ætluðum við að halda upp­bót­ar­sýn­ing­ar sem síðan þurfti líka að fresta. Ótrú­lega gam­an að gera börn­um það,“ seg­ir Hrönn í kald­hæðnistón.

Hún seg­ir verk­tak­ann á svæðinu, Leigu­íbúðir ehf., hafa reynt að koma til móts við rekstr­araðila með því að bora aðeins á fyr­ir­framákveðnum tím­um.

Þrátt fyr­ir það seg­ir Hrönn að það sé ansi þreyt­andi að verk­efni sem hafi átt að taka rúma viku sé enn í gangi þrem­ur mánuðum síðar.

„Ég er búin að tala við bygg­inga­full­trúa sem seg­ist ekk­ert geta gert. Það sé til staðar leyfi til að vera með læti til sex á dag­inn og ég er búin að vera í sam­bandi við verk­tak­ann.

Og ég vor­kenni hon­um í sjálfu sér, af því hann hef­ur reynt að koma til móts við okk­ur. Þegar við vor­um með barna­kvik­mynda­hátíð í októ­ber þá gerði hann hlé á fram­kvæmd­un­um til þess að eyðileggja ekki heila hátíð fyr­ir okk­ur, sem hafði þá þegar verið frestað út af Covid,“ seg­ir Hrönn.

Hér má sjá teikn­ingu af fyr­ir­hugaðri upp­bygg­ingu á svæðinu. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg
Veit ekki hvort tekjutap verði bætt

Hún seg­ir einnig að Bíó Para­dís hafi orðið fyr­ir tekjutapi vegna hávaðans, sem hún veit síðan ekki hvernig verði bætt. Hún nefn­ir í sam­hengi við það þegar kvik­mynda­húsið varð fyr­ir tekjutapi á meðan fram­kvæmd­ir á Hverf­is­götu stóðu yfir, að þá hafi borg­in ekki bætt það tap.

„Þetta er heil­mikið tekjutap og það virðist eng­inn bera ábyrgð. Bygg­inga­full­trúi seg­ir bara að þetta sé leyfi­legt og að það sé ekk­ert sem hægt sé að gera,“ seg­ir Hrönn.

En var haft eitt­hvað sam­ráð við ykk­ur þegar þetta var ákveðið, voru þið eitt­hvað spurð hvað ykk­ur þætti um þess­ar fram­kvæmd­ir?

„Nei,“ seg­ir Hrönn en bæt­ir við að leigu­sali bíós­ins segi að málið hafi verið hon­um vel kynnt.

Hús­in sem fyr­ir stóðu voru svo að segja í niður­níslu. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg
Slysa­hætta, hávaði og tekjutap

Og áhrifa fram­kvæmd­anna og hávaðans gæt­ir á fleiri stöðum, eins og gler­augna­sal­ar á horni Vatns­stígs og Hverf­is­götu geta vitnað um.

„Þú get­ur rétt ímyndað þér hvernig það er að taka sjón­próf, sem verða að vera 100% ná­kvæm, í þessu ástandi,“ seg­ir Anna Þóra Björns­dótt­ir, sem rek­ur gler­augna­versl­un­ina Sjáðu ásamt eig­in­manni sín­um Gylfa Björns­syni.

Hún seg­ist ekki skilja hver geti gefið leyfi fyr­ir því að starf­semi rask­ist með þess­um hætti og það svona mun leng­ur en lofað var í upp­hafi.

„Það er svo öm­ur­legt að það sé hægt að ráðast svona á lífsviður­væri manns aft­ur og aft­ur. Ég spyr bara: hver gef­ur leyfi fyr­ir því að bis­nessn­um hjá manni sé rústað svona,“ seg­ir Anna.

Anna Þóra Björns­dótt­ir og Gylfi Björns­son hafa rekið gler­augna­versl­un­ina Sjáðu við Hverf­is­götu í ára­tugi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Til viðbót­ar við högg­bor­inn, sem veld­ur mest­um hávaða, seg­ir Anna að stór­virk vinnu­tæki séu notuð til þess að ferja grjótið sem borað er up­p­úr jörðinni. Það eitt og sér valdi mikl­um trufl­un­um og valdi mik­illi hættu, sér­stak­lega í skamm­deg­inu sem nú er.

„Svo eru stærstu vöru­bíl­ar sem til eru notaðir við að ferja grjótið í burtu. Það er mjög dimmt hérna bæði morgna og kvölds. Þannig eru þeir í kol­svarta­myrkri að bakka hérna upp þröng­ar göt­ur sem skap­ar mikla slysa­hættu.

Af hverju er ekki opnað beint inn á stofn­braut þannig það sé hægt að ferja grjótið á auðveld­ari máta, í stað þess að verið sé að keyra fram og til baka upp og niður Hverf­is­göt­una.

Þetta virðist bara vera gert ein­hvern veg­inn og ein­hvern veg­inn,“ seg­ir Anna og bæt­ir við að fleiri rekstr­araðilar í kring séu á sama máli.

Heimild: Mbl.is