Home Fréttir Í fréttum 26.11.2015 Demparahús við dælustöð í Deildartungu

26.11.2015 Demparahús við dælustöð í Deildartungu

101
0

Veitur ohf. óska eftir tilboðum í útboðsverkefnið:

<>

Demparahús við dælustöð Veitna í Deildartungu

Útboðsverkið felst í að byggja steinsteypt mannvirki fyrir Þrýstidempara II við dælustöðina í Deildartungu. Byggingin kemur sunnan við núverandi dælustöð Veitna, við Deildartungu og verður öll neðanjarðar. Mannvirkið er fyrir demparann og lagnir frá honum munu tengjast annars vegar aðveituæð og hins vegar gastækjum sem staðsett verða í dælustöðinni. Saga á fyrir hurðargötum í dælustöð og inn í eldra demparahús, kjarnabora fyrir fyrirhugaðar lagnir frá nýja demparanum. Lagnir frá nýja demparanum tilheyra ekki þessu verki.

Útboðsverkefninu er nánar lýst í útboðsgögnum „ORV-2015-22 Demparahús við dælustöð Veitna í Deildartungu útgefin í nóvember 2015“

Tilboð verða opnuð hjá Veitum ohf. Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, fimmtudaginn 26.11.2015 kl. 11:00.