Home Fréttir Í fréttum Þriggja milljarða áætlun við Fossvogsbrú

Þriggja milljarða áætlun við Fossvogsbrú

129
0
Nýja Fossvogsbrúin samkvæmt vinningstillögu Eflu og BEAM. Hér er horft yfir brúna Reykjavíkurmegin og yfir á Kársnes. Teikning/Efla og BEAM

Hönn­un nýrr­ar vinn­ingstil­lögu að brú yfir Foss­vog bygg­ir á sterk­um kant­bit­um sem mynda burðar­virkið en eiga á sama tíma að dempa vind á brúnni.

<>

Þar sem hæst verður und­ir brúna verða 6,4 metr­ar. Það dug­ir hins veg­ar ekki til að skút­ur geti farið þar und­ir og því þýðir að sigl­ing­arklúbb­ar sitt hvoru meg­in við Foss­vog munu þurfa að flytja starf­semi sína.

Ekki var hins veg­ar hægt að hækka brúna frek­ar vegna hæðar­hindr­un­ar sem staf­ar af ná­lægð við flug­völl­inn.

Áætlaður kostnaður sam­kvæmt vinn­ingstil­lög­unni, sem ber nafnið Alda, er um þrír millj­arðar.

Magnús Ara­son, bygg­ing­ar­verk­fræðing­ur hjá Eflu verk­fræðistofu og einn af for­svars­mönn­um vinn­ingstil­lög­unn­ar, seg­ir í sam­tali við mbl.is að brú­in hafi verið hönnuð í sam­starfi við norska arki­tekta hjá BEAM Architects.

Brú­art­eymi Eflu hafi und­an­far­in ár starfað jöfn­um hönd­um hér heima og í Nor­egi og í tvígang starfað með BEAM, meðal ann­ars við göngu­brú við Ul­leva­al þjóðarleik­vang­inn í Ósló.

„Þetta eru menn sem eru sér­hæfðir í þessu og hafa bara hannað brýr í 30 ár,“ seg­ir Magnús og bæt­ir við að báðir aðilar hafi komið að mót­un hug­mynd­ar­inn­ar frá upp­hafi.

Foss­vogs­brú­in að kvöldi sam­kvæmt vinn­ingstil­lögu Öldu. Mynd/​Efla og BEAM

Hæðar­hindr­an­ir og hjólandi um­ferð út­gangspunkt­ar
Nokkr­ir út­gangspunkt­ar voru þegar kom að hönn­un brú­ar­inn­ar. Í fyrsta lagi þurfti að huga að fyrr­nefnd­um hæðarmörk­um, en nærri flug­vell­in­um máttu mann­virki ekki fara yfir 4-5 metra.

Þá seg­ir Magnús að einn mik­il­væg­asti not­enda­hóp­ur brú­ar­inn­ar verði lík­lega sam­göngu­hjól­reiðafólk á leið frá Kópa­vogi, Garðbæ og Hafnar­f­irði í Reykja­vík, eða öf­ugt.

Því hafi áhersla verið sett á að gera þess­um hópi hátt und­ir höfði og hafa hraðari um­ferð hjólandi á sérrein vest­an meg­in á brúnni og svo gang­andi og þá sem vilja frek­ar hjóla hægt aust­an meg­in og þar með með góða sjón­ræna teng­ingu við allt sem er við Foss­vog­inn.

Út frá fyrri áherslu­atriðinu voru í raun bara tveir mögu­leik­ar í stöðunni að sögn Magnús­ar. Annað hvort væri not­ast við svo­kallaða bita­brú eða boga­brú með und­ir­liggj­andi boga.

Efla og BEAM hafi ákveðið að horfa sér­stak­lega til bita­brú­ar­inn­ar, en dæmi um boga­brú með und­ir­liggj­andi boga megi meðal ann­ars sjá í öðrum til­lög­um sem voru í efstu þrem­ur sæt­un­um.

„Hengi- eða stag­brýr komu ekki til greina vegna ná­lægðar og hindr­un­ar­flata við flug­völl­inn,“ seg­ir Magnús.

Brú­in verður með þrem­ur 60 metra höf­um og 45 metra enda­höf­um sitt hvoru meg­in. Teikn­ing/​Efla og BEAM

60 metra höf og 6,4 metr­ar und­ir hæsta punkt
Varðandi fjölda stöpla seg­ir Magnús að horft hafi verið til hag­kvæmni, en þrjú 60 metra höf eru á brúnni auk 45 metra enda­hafa.

„Með því að fara í 60 metra erum við í efri mörk­um varðandi hag­kvæma haf­skipt­ingu,“ seg­ir hann.

Eins og fyrr seg­ir verður frí­haf mest 6,4 metr­ar und­ir brúnni. „Þetta þýðir því að sigl­inga­klúbb­arn­ir þurfa að færa sig,“ seg­ir Magnús.

Það hafi hins veg­ar legið fyr­ir frá því að byrjað var að ræða um brúna enda fari fyrr­nefnd­ir hindr­un­ar­flet­ir vegna flug­vall­ar­ins og sigl­ing­ar­mál ekki sam­an.

Magnús seg­ir hins veg­ar að áhrif brú­ar­inn­ar á vatns­skipti og straum­hraða í Foss­vogi eigi að verða lít­il. Það hafi meðal ann­ars verið eitt af atriðunum sem horft hafi verið til þegar ákveðið var að hafa ekki styttra á milli stöpla.

Hlykk­ir í kring­um álfa­st­eina
Seinni út­gangspunkt­ur­inn sneri að hjólandi um­ferð og seg­ir Magnús að sam­kvæmt deili­skipu­lagi hafi verið gert ráð fyr­ir að hjólandi um­ferð og gang­andi væru sömu meg­in á brúnni.

Þau hafi hins veg­ar viljað tryggja að sam­göngu­um­ferðin fengi sem frjáls­ast flæði og því hafi þau haft sér hjól­arein­ar vest­an meg­in en göngu­stíg aust­an meg­in.

Magnús seg­ir að sú hug­mynd hafi einnig opnað á að láta t.d. án­ingastaði aust­an meg­in njóta sín bet­ur. Áningastaðirn­ir eru þrír sam­kvæmt til­lög­un­um og seg­ir Magnús að þeir séu kallaðir álfa­st­ein­ar.

„Það er skír­skot­un í að þegar álfa­st­einn er á leið manna þurfi að hlykkja leið sinni fram­hjá þeim og það er það sem ger­um þarna,“ seg­ir Magnús.

Eins og sjá má á meðfylgj­andi mynd eru ein­mitt hlykk­ir á aust­ur­hlut­an­um við án­ingastaðina. Jafn­framt mynda þess­ir hlykk­ir öldu­laga út­lit brú­ar­inn­ar og seg­ir Magnús að þaðan hafi nafnið Alda, sem verk­efnið fékk að lok­um, komið.

Gert er ráð fyr­ir þrem­ur án­ing­ar­stöðum á brúnni, tveim­ur á landi Reykja­vík­ur­meg­in og ein­um á landi í Kópa­vogi. Hér má sjá hvernig án­ingastaðirn­ir á brúnni eiga að hlykk­ast til, en vegna þess fengu þeir nafnið álfa­st­ein­ar. Teikn­ing/​Efla og BEAM

Kant­bitarn­ir brjóta vind­inn
Fyr­ir hjólandi um­ferð skipt­ir vind­ur tals­verðu máli og sér­stak­lega þegar hjóla á yfir brú sem þessa fyr­ir opnu hafi. Magnús seg­ir að þetta hafi spilað inn í ákvörðunin um að hafa bita­brú með stór­um kant­bit­um.

Miðað við vind­grein­ingu sem hóp­ur­inn hafi gert eigi kant­bitarn­ir að brjóta vind­inn þannig að hann demp­ist niður og fari yfir brúna. Eins og sjá má á meðfylgj­andi mynd eru kant­bitarn­ir hins veg­ar mis­há­ir eft­ir því hvar á brúnni þeir eru.

Magnús seg­ir að þeir séu hæst­ir við stöpl­ana þar sem áraun­in í tengsl­um við burðarget­una sé mest. Þar eigi jafn­framt mesta skjólið að nást. Seg­ir Magnús að önn­ur burðarform brúa, hvort sem það væri með burði í gólfi eða með hengi­brú ekki skila jafn mikl­um vindá­hrif­um.

Á göngu­stígn­um á brúnni verður not­ast við áhrifs­lýs­ingu, en Magnús seg­ir að það verði lýs­ing að neðan. Verði hún meðfram aust­ur­kant­in­um og við álfa­st­ein­ana. Þá bend­ir hann á að í til­lög­unni sé einnig að finna út­færsl­ur á án­inga­stöðum sitt hvoru meg­in við brúna.

Ann­ars veg­ar tvo staði Reykja­vík­ur­meg­in og einn Kópa­vogs­meg­in. Seg­ir hann að á ytri stöðunum sem vísa til hafs sé þeim stillt upp þannig að miðað sé á ákveðin kenni­leiti. Þannig miði syðri án­ingastaður­inn á Snæ­fells­jök­ul, en sá nyrðri á Bessastaði.

Þriggja millj­arða kostnaðarmat
Sam­kvæmt til­lög­unni er gert ráð fyr­ir að brú­in verði úr ryðfríu stáli. Seg­ir Magnús það vera nokkuð fram­sækið efn­is­val þegar komi að svona brú og að hóp­ur­inn hafi tekið nokkra snún­inga áður en þau þorðu að setja hug­mynd­ina fram.

Valið sé hins veg­ar m.a. byggt á líf­tíma­kostnaðargreingu þar sem bæði sé horft til upp­hafs­kostnaðar og líka viðhaldskostnaðar. Með hefðbundið stál hefði þurft að ráðast í máln­ing­ar­vinnu eft­ir um 25 ár og slíkt sé ekki ódýrt yfir hafi, auk þess sem það rýr­ir nota­gildið meðan fram­kvæmd­ir standi yfir. Lausn­in hafi því verið að velja ryðfrítt þó það sé dýr­ara til að byrja með.

Eitt af því sem þurfti að skila inn sam­hliða hönn­un­ar­til­lög­um í keppn­ina var kostnaðarmat. Spurður út í áætlaðan kostnað við brúna seg­ir Magnús að hann sé um þrír millj­arðar.

Fyrr á ár­inu var fyrsta fram­kvæmdalota borg­ar­línu kynnt, en um er að ræða sam­tals 14 km langa leið frá Ártúns­höfða niður í miðbæ og yfir Foss­vog­inn í Hamra­borg.

Eiga fram­kvæmd­ir í lot­unni að standa yfir frá 2021 til 2025. Á leiðinni verða tvær brýr. Foss­vogs­brú­in sem hér hef­ur verið rætt um og brú yfir Elliðaár­voga.

Sam­kvæmt kostnaðaráætl­un fyrstu fram­kvæmdalotu er gert ráð fyr­ir sam­tals 24,9 millj­örðum, en sam­hliða upp­bygg­ingu borg­ar­línu er gert ráð fyr­ir 18 km af nýj­um hjóla­stíg­um og 9 km af göngu­stíg­um. Kom fram í kostnaðarmat­inu að heild­ar­kostnaður brúa væri 5 millj­arðar í þess­ari lotu.

Til­lag­an sem bar nafnið Alda varð hlut­skörp­ust í hönn­un­ar­keppn­inni. Hér má meðal ann­ars sjá hvernig áformað er að kant­bitarn­ir eru að mis­mun­andi hæð. Er gert ráð fyr­ir að þeir muni ná að brjóta upp vind fyr­ir um­ferð á brúnni. Teikn­ing/​Efla og BEAM

Ásamt Magnúsi eru í vinn­ings­hópn­um verk­fræðing­arn­ir Kristján Uni Óskars­son, Berg­lind Hall­gríms­dótt­ir, Nína Gall Jörgensen, Guðrún María Guðjóns­dótt­ir, Andri Gunn­ars­son og Bald­vin Ein­ars­son, en þau eru öll hjá Eflu.

Þá koma arki­tekt­arn­ir James Marks og Keith Brown­lie frá BEAM architects. Lands­lags­arki­tekt­arn­ir Ómar Ingþórs­son og Svana Rún Her­manns­dótt­ir koma frá Eflu, en lýs­ing­ar­hönnuðir voru Kev­an Shaw og Sara Tobal­ina del Val frá KSLD og Jarþrúður Þór­ar­ins­dótt­ir frá Eflu. Að lok­um kem­ur að verk­efn­inu Þröst­ur Thor Braga­son miðlun­ar­fræðing­ur sem einnig er hjá Eflu.

Magnús seg­ir að í hönn­un­ar­keppn­inni hafi verið lagt upp með að gengið yrði til samn­inga við höf­unda vinn­ingstil­lög­unn­ar um hönn­un.

„Okk­ur hlakk­ar til þessa verk­efn­is og það er mik­ill spenn­ing­ur fyr­ir þessu,“ seg­ir hann. „Þetta er verk­efni sem fólk brenn­ur fyr­ir, eitt­hvað sem er í nærum­hverf­inu og mun setja svip sinn á borg­ina,“ bæt­ir Magnús við.