Home Fréttir Í fréttum Áform um allt að 150 nýjar íbúðir

Áform um allt að 150 nýjar íbúðir

266
0
Bústaðavegur við Grímsbæ. mbl.is/Árni Sæberg

„Við gerðum þetta mjög svipað í Breiðholt­inu í fyrra, kynnt­um vinnu­hug­mynd­ir og feng­um að heyra álit hjá íbú­um.

<>

Við höf­um góða reynslu af þess­ari aðferð,“ seg­ir Ævar Harðar­son, deild­ar­stjóri Hverf­is­skipu­lags Reykja­vík­ur.

Nú er opið fyr­ir net­sam­ráð á vef Reykja­vík­ur­borg­ar þar sem áhuga­söm­um gefst tæki­færi til að segja skoðun sína á vinnu­til­lög­um fyr­ir hverf­is­skipu­lag Háa­leit­is-Bú­staða.

Opið er fyr­ir net­sam­ráðið til og með 15. des­em­ber. Einnig er hægt að senda inn at­huga­semd­ir á net­fangið skipu­lag@reykja­vik.is.

Austurátt. Þarna sést glitta í Gríms­bæ hægra meg­in á milli nýju hús­anna.

Eins og kom fram í Morg­un­blaðinu í gær eru skipt­ar skoðanir um áform um þétt­ingu byggðar við Bú­staðaveg.

Íbúa­sam­tök Bú­staða- og Foss­vogs­hverf­is hafa boðað til íbúa­fund­ar á miðviku­dags­kvöld í Rétt­ar­holts­skóla og boðið þangað Degi B. Eggerts­syni borg­ar­stjóra og Eyþóri Arn­alds, odd­vita sjálf­stæðismanna í borg­ar­stjórn.

Áformin fela í sér að 17 nýj­ar bygg­ing­ar verði byggðar beggja vegna Bú­staðaveg­ar í námunda við versl­un­ar­miðstöðina Gríms­bæ.

Um 130-150 íbúðir geti verið í þess­um bygg­ing­um á efri hæð og at­vinnu­starf­semi og þjón­usta á götu­hæð. Sök­um land­halla sé unnt að hafa bíla­kjall­ara und­ir bygg­ing­un­um.

Bíla­stæðum á svæðinu geti því fjölgað úr 400 í að minnsta kosti 500, sam­kvæmt kynn­ingu á áformun­um.

Heimild: Mbl.is