Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í síðustu viku var samþykkt samhljóða fjárhagsáætlun næsta árs.
Þar var samþykkt að verja tæpum milljarði til framkvæmda.
Skoðum hvaða verkefni á að ráðast í.
Þar ber hæst viðbygging við Hamarsskóla – sem áætlað er að kosti 200 milljónir í fyrsta áfanga, en áætluð verklok eru árið 2024.
Þá eru áætlaðar 150 milljónir til framkvæmda í og við Ráðhús Vestmannaeyja og eru áætluð verklok þar á næsta ári.
85 milljónir eru áætlaðar til framkvæmda í Íþróttamiðstöðinni og 60 milljónir í flóðlýsingu og gervigras á Hásteinsvöll en áætluð verklok við Hásteinsvöll eru árið 2023.
Þá eru 58 milljónir eru áætlaðar til uppbyggingar í Fiskiðjuhúsinu að Ægisgötu 2.
Alls eru þetta eignfærslur 2022 hjá samstæðu upp á kr. 943.500.000,- Hér að neðan gefur að líta lista yfir þær framkvæmdir sem til stendur að fara í á komandi ári.


Heimild: Eyjar.net