Home Fréttir Í fréttum Tug­millj­óna skatta­laga­brot hjá bygg­ing­ar­fé­lagi

Tug­millj­óna skatta­laga­brot hjá bygg­ing­ar­fé­lagi

191
0

Karl­maður á sex­tugs­aldri hef­ur verið ákærður af embætti sér­staks sak­sókn­ara fyr­ir meiri hátt­ar brot gegn skatta­lög­um sem stjórn­ar­maður og dag­leg­ur stjórn­andi hjá bygg­ing­ar­fé­lagi. Í ákæru kem­ur fram að hann hafi ekki staðið skil á virðis­auka­skatts­greiðslum upp á 41,5 millj­ón­ir á tíma­bil­inu 2011 til 2012. Fé­lagið sem maður­inn stjórnaði var úr­sk­urðað gjaldþrota í apríl árið 2013.

<>

Van­skil fyr­ir­tæk­is­ins hóf­ust í sept­em­ber árið 2011 og var þá um að ræða um 300 þúsund krón­ur en næstu sex virðis­auka­skatts­tíma­bil þar á eft­ir var van­gold­inn virðis­auka­skatt­ur á bil­inu 3,8 millj­ón­ir til 12,7 millj­ón­ir.

Í ákær­unni er þess kraf­ist að sá ákærði verði dæmd­ur til refs­ing­ar og til greiðslu alls sak­ar­kostnaðar.

Heimild: Mbl.is