Home Fréttir Í fréttum Byggja gegnt Hvammsvík

Byggja gegnt Hvammsvík

683
0
Horft frá Hvammsvík. Sjá má glitta í Hvítanesið sem skagar út í fjörðinn. Morgunblaðið/Baldur Arnarson

Kjós­ar­hrepp­ur hef­ur aug­lýst nýtt deili­skipu­lag vegna jarðar­inn­ar Hvíta­ness. Skipu­lagið vek­ur at­hygli en steinsnar frá hef­ur Skúli skul og fjöl­skylda und­ir­búið upp­bygg­ingu sjó­baða og selt lóðir und­ir frí­stunda­byggð í Hvamms­vík.

<>

Jörðin Hvíta­nes var ný­verið seld fjár­fest­um og baðst talsmaður þeirra, Árni Þór Birg­is­son, hjá Bull­Hill Capital fjár­fest­um, und­an viðtali að svo stöddu. Nýir eig­end­ur hefðu enda ekki tekið end­an­lega ákvörðun um áformin í Hvíta­nesi.

Byggt á gamla bæj­ar­stæðinu
Sam­kvæmt aug­lýstu deili­skipu­lagi áforma þeir ann­ars veg­ar að reisa 250 fer­metra hús þar sem eyðibýlið Hvíta­nes stóð áður fyr­ir miðri jörðinni.

Hins veg­ar að heim­ila lóðir und­ir íbúðar- og gesta­hús, áhalda- og fjöl­nota­hús og bryggju-/​sjó­búðar­hús til norðurs við strönd­ina.

Bygg­ing­ar geti verið stak­stæðar eða sam­byggðar og er heild­ar­stærð bygg­inga áætluð 1.500-1.700 m2. Þá eru uppi áform um skóg­rækt sem tvinna á sam­an við upp­bygg­ingu jarðar og varðveislu minja.

Þekkt­ir arki­tekt­ar
Fjár­fest­arn­ir hafa fengið tvær þekkt­ar arki­tekta­stof­ur, Arkþing Nordic ehf. og Glámu Kím, til að vinna skipu­lagið.

Land­eig­andi hyggst bora eft­ir heitu og köldu vatni á jörðinni en jarðhiti er í Hvamms­vík. Jörðin er að mestu leyti óræktað beit­ar­land en hún er alls 492 hekt­ar­ar.

Heimild: Mbl.is