Home Fréttir Í fréttum Fyrirséð tap vegna Vaðlaheiðarganga

Fyrirséð tap vegna Vaðlaheiðarganga

73
0
Mynd: Björgvin Kolbeinsson - RÚV

Fyrirséð er að ríkissjóður taki á sig högg vegna lánveitingar til Vaðlaheiðaganga hf.

<>

Félagið fékk lán úr ríkissjóði til byggingar Vaðlaheiðaganga og stóð það í 18,5 milljörðum króna um áramót.

Lánin voru á gjalddaga í maí og gat félagið á þeim tímapunkti ekki endurgreitt skuld sína.

Í fjárlagafrumvarpinu segir að rekstur Vaðlaheiðaganga standi ekki undir þeim áætlunum sem lánveitingin byggði á og er vinna við fjárhagslega endurskipulagningu hafin.

Á þessum tímapunkti liggur ekki fyrir hvernig staðið verður að henni en ríkissjóður gerir ráð fyrir neikvæðum áhrifum á endurheimtum.

Heimild: Ruv.is