Home Fréttir Í fréttum 8,7 milljörðum minna í samgöngumál

8,7 milljörðum minna í samgöngumál

106
0
Sigurður Ingi Jóhannsson við kynningu á ríkisstjórnarsáttmála á Kjarvalsstöðum um helgina. Hann fer fyrir innviðaráðuneyti, en undir það heyra samgöngumál. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heild­ar­fjár­heim­ild fyr­ir sam­göngu­mál í nýj­um fjár­lög­um nem­ur 49 millj­örðum og lækk­ar um 8,7 millj­arða á milli ára.

<>

Helg­ast þetta meðal ann­ars af því að fjár­fest­ingar­átaki rík­is­stjórn­ar­inn­ar er að hluta lokið og lækk­ar það fjár­heim­ild til fram­kvæmda á vega­kerf­inu um 7,2 millj­arða.

Áfram fara þó 28,3 millj­arðar á næsta ári í fram­kvæmd­ir og viðhald á vega­kerf­inu.

Búið er að aðgreina sér­stak­lega fram­lagt rík­is­ins tengt sam­göngusátt­mála á höfuðborg­ar­svæðinu, en sam­kvæmt hon­um verður 2,2 millj­örðum varið af fjár­lög­um þessa árs í mála­flokk­inn.

Meðal verk­efna sem tal­in eru upp yfir helstu verk­efni kom­andi árs er stór­átak í vega­fram­kvæmd­um í sam­ræmi við fjár­fest­ingar­átak á Reykja­nes­braut, Suður­lands­vegi, Þver­ár­fjalls­vegi og Skaga­strand­ar­vegi.

Sam­tals er gert ráð fyr­ir 1,7 millj­örðum í þessi verk­efni. Fara jafn­framt 500 millj­ón­ir auka­lega í fjár­fest­ingar­átak vegna viðhalds á veg­um.

Fyr­ir utan fjár­fest­ingar­átakið eru stærstu fram­kvæmd­irn­ar Fjarðar­heiðargöng, Suður­lands­veg­ur milli Bisk­upstungna­braut­ar og Varmár, hring­veg­ur um Kjal­ar­nes, Vest­fjarðar­veg­ur um Gufu­dals­sveit og Dynj­and­is­heiði.

Þá er horft til þess að fækka ein­breiðum brúm á hring­veg­in­um, en það eru meðal ann­ars brýr yfir Núpsvötn, Stóru Laxá á Skeiða og Hruna­manna­vegi og Skjálf­andafljót hjá Foss­hóli við Goðafoss.

Heimild: Mbl.is