Home Í fréttum Niðurstöður útboða Bergraf bauð lægst í þjónustu og viðhald gatnalýsingar í Vestmannaeyjum

Bergraf bauð lægst í þjónustu og viðhald gatnalýsingar í Vestmannaeyjum

291
0
Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Í vikunni voru opnuð tilboð í þjónustu og viðhald gatnalýsingar í Vestmannaeyjum.

<>

Verkið felur í sér þjónustu og viðhald á allri gatnalýsingu ásamt útskiptingu lampa og færslu á búnaði úr dreifistöðvum.

Fram kom í auglýsingu að á svæðinu séu tveir eigendur á gatnalýsingarkerfinu þ.e. Vestmannaeyjabær og Vegagerðin og nær þessi samningur yfir kerfi þeirra beggja bæði á veitusvæði HS Veitna. Gatnalýsingarkerfið samanstendur af dreifiskápum, jarðstrengjum, staurum og lömpum.

Samningurinn nær til þriggja ára með möguleika á framlengingu í tvö skipti, eitt ár í senn. Enn fremur kom fram í auglýsingunni að frávikstilboð yrðu ekki leyfð.

Eftirfarandi bjóðendur skiluðu inn tilboði vegna útboðsins:

 Fyrirtæki  Tilboðsfjárhæð með VSK Hlutfall af kostnaðaráætlun
Bergraf ehf. 45.603.998 79,5%
Faxi ehf. 67.807.209 118,3%
Orkuvirki ehf. 71.472.379 124,6%

Kostnaðaráætlun með VSK: 57.340.000… kr    100,00% 

Fram kemur í opnunarskýrslunni að skýrslan feli ekki í sér niðurstöður útboðs. Í opnunarskýrslu eru einungis birt nafn umsækjenda en endanlegt val getur ráðist af kröfum samkvæmt útboðsgögnum.

Framsetning opnunarskýrslu er með fyrirvara um hugsanlegar villur og að ekki er búið að meta gildi tilboða. Komi í ljós villur í opnunarskýrslu miðað við framsetningu tilboðsblaðs og leiðbeiningar um útfyllingu á því, verður leiðrétt opnunarskýrsla birt eins fljótt og unnt er.

Heimild: Eyjar.net