Home Fréttir Í fréttum Ný íbúðabyggð við Kópavogshöfn

Ný íbúðabyggð við Kópavogshöfn

194
0
Kársnes í framtíðinni. Hugmyndir arkitektanna um útlit nýrra íbúðarhúsa á reitnum við Kópavogshöfn. Þetta verða eflaust eftirsóttar íbúðir í nálægð við sjóinn og skjólgóða og sólríka inngarða. Mynd/Atelier arkitektar

Skipu­lags­ráð Kópa­vogs samþykkti þann 18. októ­ber sl. að kynna vinnslu­til­lögu að breyttu deili­skipu­lagi fyr­ir nyrsta hluta Kárs­ness­ins, þ.e. svæði fyr­ir ofan Kópa­vogs­höfn.

<>

Mik­il upp­bygg­ing íbúðabyggðar hef­ur staðið yfir á Kárs­nesi und­an­farið.

Í vinnslu­til­lög­unni, sem unn­in er af Atelier arki­tekt­um, er gert ráð fyr­ir að nú­ver­andi at­vinnu­hús­næði á lóðunum víki og íbúðar­hús rísi í þess stað. Skipu­lags­svæðið af­mark­ast af Þing­hóls­braut og lóðamörk­um Þing­hóls­braut­ar 73 og 75 í austri, fyr­ir­hugaðri nýrri veg­teng­ingu milli Borg­ar­holts­braut­ar og Bakka­braut­ar í norðri og fyr­ir­hugaðs nýs hafn­arkants til vest­urs og suðurs.

Gert er ráð fyr­ir að heild­ar­fjöldi íbúða á reitn­um verði að há­marki 160, á 2-5 hæðum þar sem 5. hæðin verður inn­dreg­in. Minnstu íbúðirn­ar verða stúd­íó­í­búðir og þær stærstu fimm her­bergja.

Þá er gert ráð fyr­ir 0,75-1 bíla­stæði pr. íbúð og að u.þ.b. 90% þeirra verði í inn­byggðum og niður­gröfn­um bíla­geymsl­um. Fyr­ir­hugað er að heild­ar­bygg­ing­ar­magn á svæðinu verði 26.675 fer­metr­ar ofan- og neðanj­arðar.

Kárs­nes í dag. Á svæðinu nokkr­ar gaml­ar iðnaðarbygg­ing­ar, sem eru farn­ar að láta veru­lega á sjá marg­ar hverj­ar. Þær munu víkja fyr­ir íbúðar­hús­um. Mynd/​Atelier arki­tekt­ar

Byggðin mun stall­ast mikið í hæðum vegna land­halla frá Þing­holts­braut að strönd­inni. Því muni mynd­ast skjólgóðir og sól­rík­ir inn­g­arðar sem opn­ist til suðurs.

Bygg­ing­ar í slæmu ástandi

Fram kem­ur í grein­ar­gerð með skipu­lagstil­lög­unni að á reitn­um standi í dag iðnaðarbygg­ing­ar, sem reist­ar voru á ár­un­um 1950-1988, alls tæp­ir fimm þúsund fer­metr­ar.

Þær séu marg­ar í slæmu ástandi og falli ekki vel að landi eða við nú­ver­andi íbúðabyggð.

Fyr­ir­tækið Íslenskt sjáv­ar­fang (Bakka­braut 2) er með starf­semi í stærstu bygg­ing­un­um og einnig er Hjálp­ar­sveit skáta í Kópa­vogi (Bakka­braut 4) með aðstöðu við höfn­ina.

Áformað er að hjálp­ar­sveit­in verði áfram með báta­skýli við höfn­ina, að há­marki 240 fm.

Fram kem­ur í grein­ar­gerðinni að vinnslu­til­lag­an sé í sam­ræmi við stefnu um þétt­ingu byggðar og upp­býgg­ingu íbúða á Kárs­nes­inu sam­kvæmt aðal­skipu­lagi Kópa­vogs 2019-2040 og sé í sam­ræmi við þá upp­bygg­ingu sem þegar hafi átt sér stað norðar á svæðinu. Með til­lög­unni fjölgi íbúðum á svæðinu sem stuðli að betri nýt­ingu innviða.

Staðsetn­ing­in sé útjaðri upp­bygg­inga­svæðis­ins og teng­ist vel helstu hjóla- og göngu­leiðum auk þess sem al­menn­ings­sam­göng­ur verði mjög góðar með til­komu borg­ar­línu og nýrr­ar brú­ar yfir Foss­vog­inn.

Kynn­ing­ar­fundi streymt

Kynn­ing á til­lög­unni hófst þann 5. nóv­em­ber á www.kopa­vog­ur.is og skal ábend­ing­um og at­huga­semd­um skila skrif­lega til skipu­lags­deild­ar eigi síðar en kl. 13:00 föstu­dag­inn 21. janú­ar 2022.

Eru þeir sem telja sig eiga hags­muna að gæta hvatt­ir til að kynna sér til­lög­urn­ar. Opnu húsi/​kynn­ing­ar­fundi sem átti að vera 18. nóv­em­ber var frestað vegna heims­far­ald­urs­ins.

Ra­f­rænn kynn­ing­ar­fund­ur verður hald­inn 30. nóv­em­ber. Fund­ur­inn hefst kl. 17 og er streymt frá vefsíðu Kópa­vogs­bæj­ar.

Heimild: Mbl.is