Home Fréttir Í fréttum Nýr Landspítali: Fyrstu loftaplötur í kjallara steyptar um mánaðamótin í meðferðakjarna

Nýr Landspítali: Fyrstu loftaplötur í kjallara steyptar um mánaðamótin í meðferðakjarna

294
0
Mynd: NLSH

Aðalverktaki uppsteypuverksins er Eykt hf. og helstu verkþættir sem nú eru í gangi við uppsteypuna eru áframhaldandi vinna við mótauppslátt, járnabendingu, jarðskaut, fyllingar
og lagnir í grunni.

<>

Vinna við undirstöður og botnplötur í neðri kjallara er langt komin og áætlað að henni ljúki í byrjun næsta árs.

Samhliða er vinna við jarðskaut, fyllingar og lagnir í grunni í fullumgangi.

„Vinna við kjallaraveggi heldur áfram og einnig vinna við súlur. Utanhússfrágangur kjallaraveggja hefst fljótlega sem og fyllingar að þessum veggjum. Vinna við fyrstu loftaplötur yfir neðri kjallara er hafin og áætlað að fyrsti hluti plötunnar verði
steyptur í lok nóvember. Strax í framhaldi af því hefst vinna við uppsteypu veggja og súlna efri kjallara”, segir Eysteinn Einarsson staðarverkfræðingur hjá NLSH.

Með þvi að skoða myndband sem tekið er úr dróna sést hversu umfangsmikið framkvæmdasvæði” er:

Heimild: NLSH