Home Fréttir Í fréttum Rúmir fjórir milljarðar greiddir út

Rúmir fjórir milljarðar greiddir út

99
0
Iðnaðarmenn hafa haft nóg að gera. mbl.is/Golli

Mun fleiri beiðnir um end­ur­greiðslu á virðis­auka­skatti vegna vinnu hafa borist í ár en í fyrra.

Sem kunn­ugt er var eitt af úrræðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar til að bregðast við efna­hags­sam­drætti af völd­um kór­ónu­veirunn­ar að hækka end­ur­greiðslu­hlut­fall virðis­auka­skatts tíma­bundið úr 60% í 100%.

Jafn­framt var úrræðið út­víkkað og tek­ur það nú meðal ann­ars til frí­stunda­hús­næðis, mann­virkja í eigu fé­laga­sam­taka og bílaviðgerða.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Skatt­in­um bár­ust alls 45.330 um­sókn­ir um end­ur­greiðslur árið 2020. Það sem af er þessu ári hef­ur Skatt­ur­inn hins veg­ar tekið á móti 56.378 um­sókn­um.

Bú­ast má við því að um­sókn­um eigi eft­ir að fjölga til muna fram til ára­móta en þá renn­ur út þetta tíma­bundna átak sem gjarn­an geng­ur und­ir nafn­inu All­ir vinna.

Í svari við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins kem­ur fram að flest­ar beiðnir um end­ur­greiðslur koma frá ein­stak­ling­um vegna íbúðar­hús­næðis.

Það sem af er ári hafa 39.904 slík­ar borist en allt árið í fyrra voru þær 31.683. Nem­ur aukn­ing­in tæp­um 26% og enn lif­ir rúm­ur mánuður af ár­inu.

Ríf­lega tvö­falt fleiri end­ur­greiðslu­beiðnir hafa borist frá sveit­ar­fé­lög­um í ár en í fyrra, 1.527 í ár en voru 736 allt árið í fyrra.

Svipaða sögu er að segja af líkn­ar­fé­lög­um, 301 um­sókn hef­ur borist vegna fram­kvæmda og end­ur­bóta á þeirra veg­um en 164 í fyrra.

Mikl­ar und­ir­tekt­ir voru í fyrra þegar bílaviðgerðir voru færðar und­ir All­ir vinna-átakið. Þá bár­ust 12.747 um­sókn­ir vegna vinnu við bílaviðgerðir.

Þeim hef­ur fjölgað um­tals­vert milli ára og það sem af er ári hafa 14.646 um­sókn­ir borist. Nem­ur aukn­ing­in 15%.

Um­sókn­ir bíða af­greiðslu
Sök­um mik­ill­ar fjölg­un­ar um­sókna hef­ur skatt­ur­inn ekki enn náð að af­greiða þær all­ar. Í svari skatts­ins seg­ir að „nokk­ur fjöldi“ end­ur­greiðslu­beiðna bíði af­greiðslu.

Það sem af er ári hafa 4,6 millj­arðar verið greidd­ir út í end­ur­greiðslur, þar af 4,2 millj­arðar vegna íbúðar­hús­næðis. Allt árið 2020 var 9,1 millj­arður greidd­ur út, þar af 7,5 millj­arðar vegna íbúðar­hús­næðis.

Rétt er að taka fram að í sam­an­tekt­inni eru ekki tekn­ar með end­ur­greiðslur til bygg­ing­araðila sem byggja íbúðar­hús­næði í at­vinnu­skyni og eiga rétt á end­ur­greiðslu virðis­auka­skatts af vinnu manna á bygg­ing­arstað.

Heimild: Mbl.is

Previous articleOpnun útboðs: Ölfus. Miðbæjarsvæðið (Móinn)
Next articleOpnun útboðs: Ölfus. Gatnagerð- Vetrarbraut