Home Fréttir Í fréttum Megna komið í greiðslustöðvun

Megna komið í greiðslustöðvun

177
0
Svalalokun frá Megna.

Gler- og spegla­fyr­ir­tækið Megna, sem áður hét Gler­borg, er nú í greiðslu­stöðvun sem fyr­ir­tækið fékk 15. októ­ber sl. og gild­ir fram í fe­brú­ar á næsta ári.

<>

Rún­ar Árna­son fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að ástæðuna megi að stór­um hluta rekja til far­ald­urs­ins.

„Tap á rekstr­in­um er margþætt. Covid-19 hægði á öllu í lang­an tíma eins og flest­um er ljóst. Covid-19 hægði og/​eða stoppaði fram­leiðslu okk­ar, sama gilti um flutn­ing til lands­ins. Mikl­ar taf­ir kosta mikla pen­inga.

Mikl­ar og óvænt­ar er­lend­ar kostnaðar­verðshækk­an­ir eru ein af­leiðing­in til viðbót­ar. Vog­un tap­ar, launa­hækk­an­irn­ar miklu höfðu nei­kvæð áhrif og munu gera til lengri tíma.

Allt þetta tek­ur í,“ seg­ir Rún­ar og bæt­ir við að ekki sé útséð með Covid19 enn þá.

Hann seg­ir að stjórn fé­lags­ins hafi talið ábyrgð sína fel­ast í að sækja um greiðslu­stöðvun áður en verr færi.

„Við erum að klára send­ing­ar til okk­ar viðskipta­vina. Við seld­um upp­setn­ing­ar­sviðið í þeim til­gangi að standa við lof­orðin. Einnig eru í gangi viðræður um sölu á öðrum sviðum fyr­ir­tæk­is­ins.“

Rún­ar seg­ir að samn­ing­ar hafi náðst við birgja um að klára virk­ar pant­an­ir.

„Aðal­atriðið er að lág­marka skaða, koma í veg fyr­ir tjón hjá viðskipta­vin­um. Það hafa orðið ein­hverj­ar taf­ir á af­hend­ingu, en það munu all­ir fá vör­ur sín­ar af­hent­ar.“

Rún­ar seg­ir að auk tafa og verðhækk­ana er­lend­is hafi það valdið vand­ræðum í rekstr­in­um þegar starfs­fólk þurfti að vinna heima á löng­um tíma­bil­um í far­aldr­in­um. „Eins og marg­ir aðrir feng­um við ekki held­ur fyr­ir­greiðslu hjá þeim sem leigja okk­ur hús­næði.

Þá seg­ir Rún­ar að lok­um að fyr­ir­tækið hafi nýtt sér hluta­bóta­leiðina, en ekki upp­fyllt skil­yrði fyr­ir frek­ari aðstoð frá stjórn­völd­um og bönk­um.

Heimild: Mbl.is