Home Fréttir Í fréttum Sömdu um verk við Leifsstöð fyrir um 24,6 millj­arðar

Sömdu um verk við Leifsstöð fyrir um 24,6 millj­arðar

193
0
Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, við undirritun samninganna sem gerð var rafrænt. Ljósmynd/Isavia

Isa­via und­ir­ritaði í dag samn­ing við Ístak um gerð nýrr­ar 1.200 metra ak­braut­ar fyr­ir flug­vél­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli og næsta áfanga nýrr­ar austurálmu Flug­stöðvar Leifs Ei­ríks­son­ar.

<>

Ístak átti hag­kvæm­ustu til­boðin en verk­in voru boðin út á Evr­ópska efna­hags­svæðinu. Heild­ar­kostnaður við bæði verk­in er áætlaður um 24,6 millj­arðar.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Isa­via að nýja ak­braut­in tengi flug­braut við hlað flug­stöðvar­inn­ar og er henni ætlað stuðla að bættri nýt­ingu óháð ytri skil­yrðum og greiða fyr­ir um­ferð flug­véla eft­ir lend­ingu.

Hluti af verk­inu er upp­setn­ing ljósa­búnaðar. Áætlað er að verk­inu ljúki fyr­ir lok næsta árs. Til­boð Ístaks í verkið nam rúm­lega 940 millj­ón­um króna.

„Þetta er mik­il­væg­ur áfangi í þróun Kefla­vík­ur­flug­vall­ar. Þessi nýja ak­braut greiðir mjög fyr­ir um­ferð flug­véla.

Tím­inn frá lend­ingu að flug­hlaði stytt­ist sem dreg­ur úr um­hverf­isáhrif­um vegna út­blást­urs. Þá mun ör­yggi um­ferðar á vell­in­um aukast enn með þess­ari upp­lýstu ak­braut.

Svo er gott að sjá að vinna við austurálm­una er á áætl­un. Hún verður að sama skapi gríðarlega mik­il­væg viðbót við flug­stöðina,“ er haft eft­ir Svein­birni Indriðasyni for­stjóri Isa­via í til­kynn­ingu.

Heimild: Mbl.is