Home Fréttir Í fréttum Íbúðarhús rísi á Metró-reitnum

Íbúðarhús rísi á Metró-reitnum

220
0
Svona lítur reiturinn út í dag. Lágreistur hamborgarastaður er eina húsið þar og stór hluti hans bílastæði. Ljósmynd/Trípólí arkitektar

Reit­ir fast­eigna­fé­lag hf. hef­ur með bréfi til Reykja­vík­ur­borg­ar óskað eft­ir sam­starfi um gerð nýs skipu­lags og upp­bygg­ingu á lóð nr. 56 við Suður­lands­braut.

<>

Á lóðinni er nú 715 fer­metra veit­inga­hús sem upp­haf­lega var reist fyr­ir ham­borg­arastaðinn McDon­alds en hýs­ir nú veit­ingastaðinn Metro. Er­ind­inu var vísað til um­sagn­ar verk­efn­is­stjóra skipu­lags­full­trúa, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Suður­lands­braut 56 er 4.039 fer­metra lóð í Skeif­unni, á horni Suður­lands­braut­ar og Skeiðar­vogs, að því er fram kem­ur í bréfi Reita. Nýt­ing­ar­hlut­fall lóðar­inn­ar sé mjög lágt eða 0,18.

Lóðin er skil­greind á miðsvæði M3a í aðal­skipu­lagi þar sem fyr­ir­huguð sé upp­bygg­ing og umbreyt­ing iðnaðar- og versl­un­ar­hverf­is í blandaða byggð.

Hug­mynd arki­tekt­anna að út­liti hús­anna. Ljós­mynd/​Trípólí arki­tekt­ar

Torg og borg­arg­arður
Lóðar­hafi, Reit­ir, hef­ur látið vinna staðhátta­grein­ingu og til­lögu að nýrri upp­bygg­ingu á lóðinni í sam­starfi við Trípólí arki­tekta.

Um er að ræða til­lögu að sam­göngumiðuðu skipu­lagi sem flétt­ar ný­bygg­ingu og al­menn­ings­rými sam­an við fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar á Suður­lands­braut.

Til­lag­an geri ráð fyr­ir sam­spili og teng­ingu við biðstöð borg­ar­línu og að hring­torg við gatna­mót Suður­lands­braut­ar og Skeiðar­vogs verði aflagt ásamt aðrein frá hring­torgi inn í Skeif­una.

Gert sé ráð fyr­ir torg­rými, borg­arg­arði og 87 íbúðum í tveim­ur sam­tengd­um 5-7 hæða bygg­ing­um auk 1.300 fm af versl­un­ar- og þjón­ustu­rými.

Stærð íbúðanna verður á bil­inu 45-135 fer­metr­ar. Mark­mið til­lög­unn­ar sé að búa til kenni­leiti, aðdrátt­ar­afl og mik­il­væg­an tengipunkt fyr­ir gang­andi og hjólandi veg­far­end­ur sem eiga leið í Skeif­una.

„Að mati Reita er hér um að ræða heil­steypta til­lögu sem sýn­ir hvernig mætti skapa aðlaðandi borg­ar­um­hverfi á mik­il­vægu horni við nýj­an sam­göngu­ás.

Óskað er eft­ir sam­starfi við skipu­lags­yf­ir­völd varðandi til­lög­una eða eft­ir at­vik­um aðrar út­færsl­ur á skipu­lagi lóðar­inn­ar,“ seg­ir m.a. í bréfi Reita.

Í grein­ar­gerð Trípóli arki­tekta kem­ur fram að gert sé ráð fyr­ir að stækka lóðina við Suður­lands­braut 56 til aust­urs, þar sem hring­torgið var, og til suðurs í átt að Faxa­feni 9.

Við þetta stækki lóðin um tæp­lega 2.000 fer­metra, eða úr 4.039 fm í 6.220 fm. Nýt­ing­ar­hlut­fall lóðar­inn­ar sam­kvæmt ramma­skipu­lagi sé 1,7 og því verði leyfi­legt bygg­ing­ar­magn 10.574 fm.

Heimild: Mbl.is