Home Fréttir Í fréttum Kaupa risa þakíbúð í Austuhöfn

Kaupa risa þakíbúð í Austuhöfn

267
0
Fjórar stærstu þakíbúðirnar í Austurhöfn eru selda fokheldar að innan en fullbúnar að utan. Íbúðirnar eru á efstu hæð og með mikilfenglegu útsýni. Arnþór Birkisson

Búið er að festa kaup á næst stærstu íbúðinni í Austurhöfn sem er 337 fermetra fokheld þakíbúð með útsýni yfir Reykjavíkurhöfn.

<>

Búið er að festa kaup á 337 fermetra þakíbúð í Austurhöfn við hlið Hörpu með útsýni yfir Reykjavíkurhöfn. Kaupandi er K&F ehf., félag hjónanna Kesara Margrétar Jónsson, prófessors í grasa- og plöntuerfðafræði og Friðriks Ragnars Jónssonar, verkfræðings og forstjóra.

Hjónin hafa verið með glæsilegt einbýlishús við Öldugötu 16 til sölu bæði hér á landi sem og á fasteignasölunni Sotheby’s International Realty í Svíþjóð. Ásett verð á Öldugötu 16 er 4,2 milljónir dollara, um 550 milljónir króna.

Íbúðin er fokheld að innan en fullbúin að utan og sú næst stærsta af lúxusíbúðunum við Austurhöfn, sem eru alls 71.

Innangengt er úr lyftu beint inn í íbúðina. Gert er ráð fyrir sex herbergjum, fjórum baðherbergjum í íbúðinni samkvæmt söluyfirliti en nýrra eigenda er að skipulegga og fullbúa íbúðina. Þá eru tvennar svalir við íbúðina.

Ekki liggur fyrir hvað greitt er fyrir þakíbúðina en listaverð stærstu íbúðarinnar í Austurhöfn, sem er 17 fermetrum stærri á sömu hæð og einnig fokheld, er um hálfur milljarður króna samkvæmt frétt Morgunblaðsins frá því í apríl.

Því má gera ráð fyrir að íbúðin sé með þeim dýrustu sem selst hafa í Reykjavík.

Heimild: Vb.is