Home Fréttir Í fréttum Elliði vill að nýr þjóðarleikvangur rísi utan Reykjavíkur

Elliði vill að nýr þjóðarleikvangur rísi utan Reykjavíkur

113
0
Elliði fyrir framan tillöguna sína.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, vill að nýr þjóðarleikvangur rísi í bæjarfélaginu sínu.

<>

„Þetta er sjálfgefið, nýjan þjóðarleikvang í Ölfusið!!!“ segir Elliði í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í morgun.

„Það er löngu kominn tími á nýjan þjóðarleikvang, bæði fyrir íþróttir innandyra sem og fyrir knattspyrnu. Besti kosturinn er að byggja þau mannvirki utan Reykavíkur.“

Elliði fer þá yfir kosti þess að reisa þjóðarleikvanginn utan Reykjavíkur. „Margt mælir með því að staðsetja slíkan leikvang í Ölfusi við Þrengslin austanverð.

Ríkið er ráðandi landeigandi þar og lóðakostnaður þverrandi, nægt er plássið og skipulagsmál því aðgengileg, aðgengi einkabíla sem og vegna almenningssamgangna er auðvelt.

Sveitarfélagið gæti sem best fellt niður gatnagerðargjald og þannig sparað hundruði milljóna,“ segir hann til dæmis.

„Þessu til viðbótar má nefna að við þetta svæði er mikið af orku og auðvelt að gera svæðið sjálfbært með hita og rafmagn, stutt er í Leifsstöð um Suðurstrandaveg, mikið af hótelum og veitingastöðum í næsta nágrenni og aksturinn til Reykjavíkur rétt um 20 mínútur. Drífum í þessu.“

Með færslunni birtir Elliði mynd til að sýna hvernig þjóðarleikvangur við Þrengslin gæti litið út.

Mynd: Facebooksíða Elliða Vignissonar

Heimild: Dv.is