Home Fréttir Í fréttum Vilja fresta 600 milljóna framkvæmdum í Reykjanesbæ

Vilja fresta 600 milljóna framkvæmdum í Reykjanesbæ

181
0
Mynd: Sudurnes.net

Minnihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar leggur til að ekki verði farið í 600 milljóna króna fjárfestingu á breytingu á ráðhúsi og bókasafni að þessu sinni.

<>

Í bókun, sem lögð var fram á síðasta bæjarstjórnarfundi og allir fulltrúar minnihlutans rita nafn sitt undir, segir að framtíðarstaðsetning bókasafnsins hafi verið til umræðu í tengslum við breytingar á Tjarnargötu 12 og eru mjög skiptar skoðanir um hentugleika húsnæðisins.

“Leggjast þarf í viðameiri greiningu á þörfum bókasafnsins til framtíðar og kanna jafnvel aðra möguleika. Samhliða þeirri greiningu þarf að skoða möguleikana á því að leigja húsnæði fyrir starfsemi ákveðinna sviða og horfum þá helst til velferðarsviðs. Þannig mætti nýta húsnæði til að vinna úr verkefnum frá hinu opinbera eins og hugmyndir eru um Lýðheilsumiðstöð og nýsköpun í velferðarþjónustu” Segir í bókuninni.

Heimild: Sudurnes.net