Home Fréttir Í fréttum Áætlanir um uppbyggingu fjögurra leiguíbúða í Neskaupstað

Áætlanir um uppbyggingu fjögurra leiguíbúða í Neskaupstað

99
0
Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Bríetar og Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar við undirritun yfirlýsingarinnar.

Leigufélagið Bríet, HMS og Fjarðabyggð hafa gert með sér viljayfirlýsingu um uppbyggingu á fjórum leiguíbúðum í Neskaupstað.

<>

Bríet mun í kjölfarið á yfirlýsingunni auglýsa eftir byggingaraðilum til samstarfs vegna kaupa á fjórum nýbyggingum. Stefnt er að því að framkvæmdir geti hafist næsta vor ef samkomulag við byggingaraðila næst.

Fjarðabyggð mun síðan tryggja aðgengi að viðeigandi lóðum vegna þessarar uppbyggingar.

Þetta verkefni er hluti af stefnu Bríetar um að efla leigumarkaðinn á landsbyggðinni og stuðla að auknu öryggi á langtímaleigumarkaði.

Með þessu næst samræmi í umsýslu leigueigna á landsbyggðinni og verður henni sinnt af félagi sem er sérhæft í rekstri leigueigna.

Samhliða þessu er það markmið Bríetar að auka samskipti og samvinnu við sveitarfélögin meðal annars varðandi uppbygginu nýrra leigueigna.

Heimild: HMS.is