Home Fréttir Í fréttum Útsýnið fái að njóta sín í tillögum að uppbyggingu við Tónatröð

Útsýnið fái að njóta sín í tillögum að uppbyggingu við Tónatröð

179
0
Svona líta hugmyndir að uppbyggingu við Tónatröð á Akureyri út. Sjúkrahúsið á Akureyri sést í bakgrunninum. YRKI-ARKITEKTAR

Yrki Arkitektar hafa lagt fram tillögu að útfærslu byggðar við Tónatröð á Akureyri. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði fimm tröppuð þaksvalahús. Horft er til þess að útsýnið fái að njóta sín úr íbúðunum

<>

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í maí að heimila verktakafyrirtækinu SS Byggi að vinna að breytingu að skipulagi svæðisins. Yrki arkitekar hafa nú fyrir hönd verktakans kynnt útfærslu að uppbyggingu á svæðinu, en málið var tekið fyrir í skipulagsráði bæjarins í dag.

Nærmynd af húsunum.
YRKI-ARKITEKTAR

Útfærslan, sem kynna sér má nánar hér, gerir ráð fyrir fimm svokölluðu tröppuðum þaksvalahúsum með görðum. Gert er ráð fyrir 69 íbúðum í fjórum stærðarflokkum, frá 50-70 fermetra íbúðum upp í rúmlega 100 fermetra íbúðir. Gert er ráð fyrir að um 40 íbúðir verði 100 fermetrar eða yfir.

Í útfærslunni er horft til þess að flestar íbúðir verði með stórum þaksvölum í suður og að útsýnið verði sem best, með sérstakri áherslu á að norðurhliðar bygginganna fái gott útsýni út Eyjafjörðinn.

Einnig er gert ráð fyrir grænum reit undir gróðurhús og matjurtagarð austan megin við Tónatröð.

Í bókun skipulagsráðs vegna málsins segir að ráðið taki jákvætt í það að skipulagi á svæðinu verði breytt. Er sviðsstjóra skipulagssviðs bæjarins falið að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi.

Fyrir og eftir myndir. Sjúkrahúsið á Akureyri er til vinstri á myndunum.
YRKI-ARKITEKTAR

Tekið er þó fram að horfa til nokkurra þátta í þeirri vinnu.

„Í þeirri vinnu þarf að skoða betur afmörkun svæðisins og umfang uppbyggingarinnar, áhrif hennar á nánasta umhverfi, umferð til og frá svæðinu, jarðvegsaðstæður og fleiri þætti, segir í bókun ráðsins.“

Heimild: Visir.is