Home Fréttir Í fréttum Reynt að auka virkni varnargarða

Reynt að auka virkni varnargarða

109
0
Starfsmenn Suðurverks vinna að dýpkun og hreinsun efnis úr flóðrásinni við Innri-Bæjargilsgarð. Verkinu á að ljúka fyrir áramót. Ljósmynd/Ívar Kristjánsson

Fram­kvæmd­ir standa yfir við víkk­un og dýpk­un flóðrás­ar­inn­ar við snjóflóðavarn­argarðana ofan við byggðina á Flat­eyri. Því verki á að ljúka fyr­ir ára­mót.

<>

Enn er unnið að rann­sókn­um og und­ir­bún­ingi annarra aðgerða, meðal ann­ars staðsetn­ingu leiðigarðs til þess að verja höfn­ina og hafn­ar­svæðið.

Snjóflóð sem féllu á Flat­eyri í byrj­un síðasta árs fóru að hluta yfir Innri-Bæj­argils­garð og skemmdu nokk­ur hús sem standa næst garðinum.

Ekki urðu al­var­leg slys á fólki sem þar bjó. Mesta tjónið varð í höfn­inni vegna þess að garðarn­ir beindu flóðinu þangað. Fjöldi báta og mann­virkja eyðilagðist eða skemmd­ist.

Síðan þá hef­ur verið unnið að end­ur­skoðun hættumats og at­hug­un á því til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að styrkja varn­ir þorps­ins.

Varn­ir byggðar í for­gangi
Birg­ir Gunn­ars­son, bæj­ar­stjóri Ísa­fjarðarbæj­ar, seg­ir að for­gangs­röðunin sé að verja fyrst byggð og íbúa og síðan höfn­ina og veg­inn að þorp­inu.

Ætl­un­in er að leiðigarður taki við snjóflóðum sem falla meðfram stóra garðinum og verji höfn­ina og hafn­ar­svæðið. Staðsetn­ing er óákveðin.

Víkk­un flóðrás­ar­inn­ar er fyrsti liður­inn í aðgerðum. Samið var við Suður­verk og er kostnaður um 112 millj­ón­ir.

Næsta sum­ar mun Köf­un­arþjón­ust­an setja upp snjó­felli­g­irðing­ar uppi á Eyr­ar­fjalli, fyr­ir ofan Flat­eyri, til að draga úr lík­um á snjósöfn­um í hengj­ur við fjalls­brún­ina.

Jafn­framt stend­ur til að styrkja hús sem standa und­ir varn­argarðinum, einkum glugga og hurðir sem snúa að hlíðinni.

Spurður um ör­yggi þess­ara aðgerða seg­ir Birg­ir að ekki sé til nein lausn sem komi al­ger­lega í veg fyr­ir alla hættu.

Reynt verði að gera varn­irn­ar sem best­ar og síðan þurfi að hafa gott eft­ir­lit með fjall­inu. Ef grun­ur komi upp um hættu á snjóflóðum verði að rýma þau hús og svæði sem tal­in eru í hættu.

Heimild: Mbl.is