Home Fréttir Í fréttum Samkomulag um nýja þjónustumiðstöð við Hengifoss

Samkomulag um nýja þjónustumiðstöð við Hengifoss

199
0

„Við miðum við að nýja miðstöðin rísi á einu ári en auðvitað væri kostur ef það næðist áður en aðalferðamannatíminn hefst,“ segir Helgi Gíslason, sveitarstjóri Fljótsdalshrepps.

<>

Skrifað hefur verið undir samkomulag við landeigendur við Hengifoss um uppbyggingu nýrrar þjónustumiðstöðvar og göngustíga á þessu vinsæla ferðamannasvæði.

Fjármögnun kemur að hluta til úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða en miðstöðin sjálf er byggð á verðlaunahönnun eftir arkitektanna Eirk Rönning Andersen og Sigríði Önnu Eggertsdóttur.

Helgi segir að verkfræðistofan EFLA sé nú að útbúa útboðsgögn vegna verksins en það ætti að taka skamman tíma og draumurinn að hefja framkvæmdirnar sjálfar strax fyrir áramótin.

„Hvort það tekst verður svo að koma í ljós. Það er stundum erfitt að fá verktaka í slíkt á þessum slóðum en við gerum í það minnsta ráð fyrir að verkefninu verði lokið á einu ári eða svo.“

Ný miðstöð ekki það eina sem ráðgert er neðan við Hengifoss. Tvær nýjar göngubrýr yfir Hengifossánna eru í smíðum og áætlað að þær verði reistar á næstu vikum.

Heimild: Austurfrett.is