Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir að hefjast við Faxatorg á Akranesi

Framkvæmdir að hefjast við Faxatorg á Akranesi

135
0

Síðdegis í dag eða fyrri hluta morguns verður umferð um Faxatorg á Akranesi takmörkuð.

<>

Ástæðan er sú að nú hefst vinna við tengingu nýrra lagna sem annars vegar liggja undir nýrri Faxabraut og hins vegar meðfram Þjóðbraut með tengingum við Dalbrautarreit.

Hringtorgið verður á næstu vikum endurgert samhliða þessum lagnaframkvæmdum.

Nú í fyrsta áfanga verður grafin lagnaskurður gegnum akbraut sunnan við Faxatorg, samanber meðfylgjandi mynd frá Akraneskaupstað.

„Vegfarendur á leið um Stillholt og Skagabraut komast ekki gegnum torgið í átt að Garðabraut eða Þjóðbraut.

Á sama tíma verður opnað fyrir umferð um Faxabraut. Vegfarendur eru beðnir að fara um svæðið með varúð, því enn er verið að vinna á svæðinu.

Þetta er fyrsti áfangi í lokun á Faxatorgi,“ segir í tilkynningu frá tæknideild Akraneskaupstaðar. Þá segir að á næstunni verði meira um lokanir við Faxatorg, en það kynnt nánar þegar fyrir liggur hvernig að þeim verður staðið.

Heimild: Skessuhorn.is