Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir hefjast í Vetrarmýri á næsta ári

Framkvæmdir hefjast í Vetrarmýri á næsta ári

317
0
Vetrarmýri í Garðabæ.

Bygg­ing­ar­rétt­ur fyr­ir fjöl­býl­is- og at­vinnu­hús­næði á fimm aðskild­um bygg­ing­ar­reit­um við Vetr­ar­mýri í Garðabæ hef­ur verið aug­lýst­ur.

<>

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Garðabæ er reiknað með að fram­kvæmd­ir í þess­um áfanga hefj­ist á ár­inu 2022 og lóðir verði af­hent­ar haustið 2022.

Vetr­ar­mýri er eitt af þrem­ur fyr­ir­huguðum upp­bygg­ing­ar­svæðum á Víf­ilsstaðalandi.

Vetr­ar­mýri er 20 hekt­ara bygg­inga­land, að fullu í eigu Garðabæj­ar, sem mark­ast af Hnoðraholti til norðurs, Reykja­nes­braut til vest­urs, Víf­ilsstaðavegi til suðurs og golf­velli GKG til aust­urs.

Áætluð heild­ar­stærð byggðar í Vetr­ar­mýri er um 66 þúsund fer­metr­ar af fjöl­býli og 36 þúsund fer­metr­ar af at­vinnu­hús­næði með 664 íbúðum að há­marki.

Í fyrsta áfanga, sem nú hef­ur verið aug­lýs­ur, eru boðnir út u.þ.b. 26 þúsund fer­metr­ar af fjöl­býli og 26 þúsund fer­metr­ar af at­vinnu­hús­næði á fimm aðskild­um reit­um auk mögu­leika fyr­ir bjóðend­ur í at­vinnu­hús­næði að bjóða í bíla­stæðahús við Reykja­nes­braut.

Miðað er við að hús á svæðinu verði ekki hærri en fjór­ar hæðir. Við gerð deili­skipu­lags­ins var horft til góðra teng­inga við stofn­braut­ina Reykja­nes­braut, al­menn­ings­sam­göng­ur og göngu- og hjóla­stíga og ná­lægðar við úti­vistarperl­ur.

Heimild: Mbl.is