Home Fréttir Í fréttum Hús­a­smiðj­an tek­ur sjálfs­af­greiðsl­u­app í notk­un

Hús­a­smiðj­an tek­ur sjálfs­af­greiðsl­u­app í notk­un

50
0
Mynd/Aðsend

Með appinu er greitt fyrir vörur um leið og þær eru skannaðar ofan í körfu eða poka í verslun. Því þarf ekki að greiða við kassa.

<>

Húsamiðjuappið hjálpar viðskiptavinum við enn hraðari og upplýstari viðskipti við Húsasmiðjuna og Blómaval.

Það er sjálfsafgreiðslu- og þjónustuapp sem sameinar bæði sjálfsafgreiðslu í verslun og fleiri þjónustuleiðir sem Húsasmiðjan hefur verið að bjóða upp á rafrænt á síðustu misserum. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Húsasmiðjuappið hjálpar viðskiptavinum að nálgast upplýsingar um þúsundir vara, s.s. hvort vara er umhverfisvæn, á meðan þeir versla ásamt því að afgreiða sig sjálfir í gegnum appið með lausn sem kallast „Skanna, borga, út“ . Þannig er mögulegt að komast hratt út úr verslunum framhjá afgreiðslukössum.

Húsasmiðjuappið er einnig þjónustuapp og býður m.a. upp á greiðsludreifingu til allt að 12 mánaða sem hentar við stærri kaup.

Þá geta einstaklingar og fyrirtæki í reikningsviðskiptum stýrt lánsheimild sinni þar sem umsóknarferillinn er að fullu rafrænn. Þetta er einstakt á Íslandi og þó víða væri leitað.

Húsasmiðjuappið hentar fagmönnum og fólki í framkvæmdum sérstaklega vel, þar sem það býður viðskiptavinum upp á að geta verslað í eigin reikning og séð sín afsláttarkjör á vörum um leið og þær eru skannaðar í verslun.

Einnig er hægt að bæta við úttektaraðilum á viðskiptareikningi sem hentar vel þegar um stærri fyrirtæki er að ræða. Hægt er að sækja appið í Appstore fyrir Iphone og í Play store fyrir Android.

Heimild: Frettabladid.is