Home Fréttir Í fréttum Nýjar höfuðstöðvar WOW gætu risið á Kársnesinu og verið allt að 12.000...

Nýjar höfuðstöðvar WOW gætu risið á Kársnesinu og verið allt að 12.000 fermetrar að flatarmáli

126
0

Flugfélagið WOW Air hefur í hyggju að byggja nýjar höfuðstöðvar vestast á Kársnesinu í Kópavogi. Samþykkt var í dag að hefja viðræður þess efnis á fundi bæjarráðs.

<>

Félagið sendi bænum erindi þessa efnis í lok september og var því vísað til bæjarstjóra til úrvinnslu þann 8. október síðastliðinn. Tillagan sem var samþykkt felur í sér að bæjarstjóri skuli ganga til viðræðna um staðsetningu nýrra höfuðstöðva.

Fyrirhuguð nýbygging yrði um 9.000 til 12.000 fermetrar að flatarmáli og hluti þess er skráður undir atvinnustarfssemi á deiliskipulagi. Því þyrfti að breyta þessu í atvinnu- og skrifstofuhúsnæði til að fyrirhugaðar áætlanir nái fram að ganga.

Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum en tveir fulltrúar, Pétur Hrafn Sigurðsson og Ólafur Þór Gunnarsson, bókuðu að þeir styddu tillöguna með þeim fyrirvara að hún hafi ekki áhrif á þá vinnu sem er í gangi vegna alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni NBCC á Kársnesi.

Heimild: Vísir.is