Home Fréttir Í fréttum Samherji stækkar landeldisstöð

Samherji stækkar landeldisstöð

112
0
Mynd: Tölvumynd - Samherji.is
Stjórn Samherja fiskeldis hefur ákveðið að stækka landeldisstöð félagsins í Öxarfirði um helming. Eftir stækkunina er áætlað að framleiðslan verði um þrjú þúsund tonn af laxi á ári.
Tengist áformum á Reykjanesi

Áætlað er að framkvæmdir hefjist á næstunni en vinna við skipulag er á lokastigi.

<>

Framkvæmdum á að ljúka eftir um það bil eitt ár og er áætlaður kostnaður um einn og hálfur milljarður króna.

Verkefnið er umfangsmikið og þarf að auka sjótöku, byggja hreinsimannavirki, stoðkerfi og koma fyrir tækjabúnaði.

Kerin í nýrri eldisstöð verða um helmingi stærri að umfangi en þau sem fyrir eru.

Samherji hefur keypt jörðina þar sem núverandi starfsemi fer fram og einnig aðra jörð vestan við stöðina.

Stækkunin í Öxarfirði tengist áformum Samherja á landeldi á Reykjanesi. Þar er áætlað að byggja upp allt að 40.000 tonna landeldi á laxi.

Reynsluna sem fæst með stækkuninni í Öxarfirði, við að prófa nýja hluti í stærri einingum, er ætlað að nota við hönnun og rekstur stöðvarinnar á Reykjanesi.

Heimild: Ruv.is