Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir hafnar við nýjan sex deilda leikskóla

Framkvæmdir hafnar við nýjan sex deilda leikskóla

290
0
Fyrirhugaðar framkvæmdir við nýjan leikskóla við Kleppsveg. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Fram­kvæmd­ir við nýj­an sex deilda leik­skóla við Klepps­veg 150-152 eru hafn­ar. Stefnt er að því að klára fyrsta áfang­ann fyr­ir næsta sum­ar og loka­áfang­ann fyr­ir haustið.

<>

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu Reykja­vík­ur­borg­ar.

Á lóðinni standa tvö hús sem verða nýtt eins og kost­ur er. Þá verður tengi­bygg­ing byggð á milli þeirra sem verður vottuð sam­kvæmt alþjóðlega um­hverf­is­vott­un­ar­kerf­inu BREEAM, en því er ætlað að greina og draga úr um­hverf­isáhrif­um bygg­inga.
Er einnig lögð áhersla á heilsu og vellíðan not­enda.

Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

End­ur­nýja á alla göngu­stíga

Fram­kvæmd­irn­ar verða af ýms­um toga en í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að:

  • Gerðar verða end­ur­bæt­ur á lóð og hús­næði sem og aðkomu að skól­an­um sem verður í hönd­um Þarfaþings ehf.
  • Útbúið verður opið leik­svæði sem verður af­girt til notk­un­ar fyr­ir leik­skóla­börn og íbúa hverf­is­ins utan þjón­ustu­tíma.
  • End­ur­nýja á alla göngu­stíga auk þess að leggja nýja til að tryggja gott aðgengi fyr­ir leik­skóla­börn, for­ráðamenn og íbúa að svæðinu.
  • Fram­kvæmd hef­ur verið um­ferðarör­ygg­is­rýni til að tryggja ör­yggi og aðgengi gang­andi, hjólandi og ak­andi að svæðinu.
  • Til að tryggja ör­yggi veg­far­enda, reyn­ist nauðsyn­legt að loka gang­stíg­um í kring­um fram­kvæmda­svæðið en vísað verður á hjá­leiðir.

Lóðin á þó ekki ein­göngu að nýt­ast fyr­ir sjálf­an leik­skól­ann held­ur er hún einnig hugsuð sem hverf­is­garður fyr­ir íbú­ana utan þjón­ustu­tíma.

Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Áður hef­ur komið fram að upp­bygg­ing­in muni kosta 927 millj­ón­ir, en það var verk­taka­fyr­ir­tækið Þarfaþing sem átti lægsta boð í fram­kvæmd­ina.

Reykja­vík­ur­borg keypti fast­eign­irn­ar á Klepps­vegi 150 og Klepps­vegi 152 á sam­tals rúm­lega 642 millj­ón­ir króna.

Hvort hús um sig er um eitt þúsund fer­metr­ar. Breyta átti hús­næðinu í leik­skóla fyr­ir 120-130 börn.

Þarna var var áður að finna marg­vís­lega starf­semi, svo sem artki­tekta­stof­una Arkís og kyn­líf­stækja­búðina Adam og Evu.

Í frum­kostnaðaráætl­un borg­ar­yf­ir­valda var gert ráð fyr­ir að það myndi kosta 623 millj­ón­ir að breyta hús­næðinu í leik­skóla, en sem fyrr seg­ir reynd­ist sú upp­hæð nokkuð hærra og er heild­ar­kostnaður við kaup og end­ur­gerð nú áætlaður um 1.570 millj­ón­ir.

Heimild: Mbl.is