Home Fréttir Í fréttum Reykjavík: Kynningarfundur um uppbyggingu íbúða þann 29. október nk.

Reykjavík: Kynningarfundur um uppbyggingu íbúða þann 29. október nk.

59
0
Mynd: Reykjavíkurborg

Árviss kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúða í Reykjavík verður haldinn eftir viku, föstudaginn 29. október kl. 9-11 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.

<>

Fundurinn er opinn öllu áhugafólki og hefur samkoman verið vel sótt á liðnum árum enda mikil veisla fyrir þá sem elska staðreyndir og vilja vita hvað er í pípunum í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík.

Í fyrra var Græna planið kynnt til sögunnar og hvernig borgin mun sækja fram með kraftmikilli fjárfestingu þar sem umhverfisleg, fjárhagsleg og félagsleg sjálfbærni verður höfð að leiðarljósi.

Á fundinum í ár verður sagt frá verkefnum eins og hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, sem og öðrum áherslum í húsnæðisáætlun Reykjavíkur.

Dagskrá kynningarfundarins er á reykjavik.is/ibudir

Hvar er verið að byggja?  

Farið verður yfir uppbyggingu íbúða um alla borg eins, en sjónum verður einnig beint sérstaklega að mikilvægum uppbyggingarsvæðum og framtíðaráherslum Reykjavíkurborgar.

Borgin heldur utan um hvar er verið að byggja og leitar eftir upplýsingum um hvenær íbúðir verða teknar í notkun til að birta í samantektum sínum. Áhugaverðar lykiltölur miðað við 1. október sl. verða kynntar:

  • 1.885 – Nýir íbúar á árinu til 1. október
  • 2.698 – Íbúðir í byggingu 1. október
  • 1.167 – Nýjar íbúðir teknar í notkun á árinu til 1. október:

Markmið Græna plansins gerir ráð fyrir 1.000 íbúðum á ári en uppbyggingin í ár er þegar komin fram úr því viðmiði eins og sjá má.

Til að setja tölurnar í samhengi þá eru um 57 þúsund íbúðir eða íbúðaeiningar í borginni og fjöldi íbúa nálgast 135 þúsund.

Í húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar er haldið utan um stöðu uppbyggingarverkefna eftir skipulagsstöðu og framkvæmdastigi, auk þess sem ljósi er varpað á uppbyggingarsvæði framtíðarinnar.

Einnig er haldið utan um gildandi byggingarheimildir íbúða á lóðum með samþykktu deiliskipulagi.

Meirihluti byggingarheimilda er í höndum einkaaðila sem ætla að byggja fyrir almennan markað.

Hraði uppbyggingar er þannig að miklu leyti í þeirra höndum en borgin fylgist eðlilega með framgangi mála.

Nánar verður rýnt í þessar tölur á kynningarfundinum á föstudag.

Tengt efni:   

Dagskrá kynningarfundar – Uppbygging íbúða í Reykjavík

Viðburður á Facebook – Uppbygging íbúða

Heimild: Reykjavíkurborg