Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Vestfjarðarvegur (60) um Gufudalssveit: Kinnarstaðir – Þórisstaðir, eftirlit og ráðgjöf

Opnun útboðs: Vestfjarðarvegur (60) um Gufudalssveit: Kinnarstaðir – Þórisstaðir, eftirlit og ráðgjöf

242
0

Vegagerðin óskaði eftir tilboðum í eftirlit og ráðgjöf með útboðsverkinu Vestfjarðarvegur (60) um Gufudalssveit, Kinnarstaðir – Þórisstaðir.

<>

Verkið felur í sér nýbyggingu Vestfjarðarvegar á um 2,7 km kafla ásamt byggingu 260 m langrar steyptrar brúar yfir Þorskafjörð.

Vegurinn er alfarið byggður í nýju vegsvæði sem tengist Vestfjarðarvegi í báða enda. Brúin er steypt eftirspennt bitabrú í sex höfum.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.

Verklok framkvæmdarinnar eru áætluð í 30. júní 2024

Eftir lok tilboðsfrests, þriðjudaginn 19. október 2021, var bjóðendum tilkynnt um nöfn þátttakenda í útboðinu.

Allir bjóðendur uppfylltu hæfisskilyrði útboðsins og stóðust hæfnimat.