Home Fréttir Í fréttum Borgarfjarðarvegur (94) í Múlaþingi. Eiðar – Laufás

Borgarfjarðarvegur (94) í Múlaþingi. Eiðar – Laufás

292
0

Vegagerðin kynnir fyrirhugaðar framkvæmdir á um 14,8 km löngum kafla á Borgarfjarðarvegi (94) á milli Eiða og Laufáss í Múlaþingi.

<>

Um er að ræða endurbyggingu vegarins. Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi og stuðla að greiðari samgöngum á Borgarfjarðarvegi.

Með endurbyggðum vegi með bundnu slitlagi mun umferðaröryggi aukast til mikilla muna og umferð um svæðið verða greiðari en hún er nú.

Fyrirhugað er að endurbyggja Borgarfjarðarveg á kaflanum milli Eiða og Laufáss og leggja hann klæðingu.

Endurbyggður vegur verður um 14,8 m langur, þar af verður 0,7 km nýlögn og 14,1 km endurbygging núverandi vegar (sjá meðfylgjandi teikningar aftast í skjali).

Núverandi vegur um 6,5 m breiður, með malaryfirborði og slæma hæðarlegu og því er nauðsynlegt að ráðast í endurbætur. Þegar framkvæmdum við kaflann lýkur verður komið bundið slitlag á Borgarfjarðarveg milli Egilsstaða og Borgarfjarðar eystri.

Áætluð efnisþörf nýs vegar er um 230 þús. m3 og er efnistaka fyrirhuguð úr skeringum meðfram vegi og úr námusvæðum sem eru skv. skipulagi

Kynningarskýrsla
Teikningar

Heimild: Vegagerðin.is