Home Fréttir Í fréttum Uppbygging hafin á íbúðabyggð við Furugerði

Uppbygging hafin á íbúðabyggð við Furugerði

393
0
mbl.is/Kristinn Magnússon

Fram­kvæmd­ir eru hafn­ar við nýja íbúðabyggð á lóðinni Furu­gerði 23, skammt frá Bú­staðavegi og Grens­ás­vegi.

<>

Þarna munu rísa tvö 10 íbúða fjöl­býl­is­hús á tveim­ur hæðum og 10 íbúða raðhús á tveim­ur hæðum með sam­eig­in­leg­an bíla­kjall­ara.

Á um­ræddri lóð stóðu áður gróður­hús og bygg­ing­ar sem til­heyrðu gróðrar­stöðinni Grænu­hlíð.

Íbúar við Furu­gerði og ná­grenni hafa frá upp­hafi mót­mælt því að upp­bygg­ing á lóðinni yrði svo um­fangs­mik­il sem raun varð á.

Töldu þeir að breytt deili­skipu­lag muni raska al­var­lega hags­mun­um íbúa í ná­grenn­inu.

Heimild: Mbl.is