Home Fréttir Í fréttum Skóla­meistari segir stór­slys í upp­siglingu í Grafar­vogi

Skóla­meistari segir stór­slys í upp­siglingu í Grafar­vogi

161
0
Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla á lóðinni þar sem framkvæmdir eru fyrirhugaðar. Mynd/Sigtryggur Ari

Ár­sæll Guð­munds­son, skóla­meistari Borgar­holts­skóla, segir stefna í skipu­lags­legt stór­slys í Grafar­vogi vegna fyrir­hugaðra fram­kvæmda nýs hjúkrunar­heimilis við Borgar­holts­skóla.

<>

Lóðin hafi frá upp­hafi verið frá­tekin fyrir skólann og fram­tíðar­upp­byggingu á honum.

„Bygging hjúkrunar­heimilis á þessum stað er vægast sagt glap­ræði,“ segir Ár­sæll. Hann gagn­rýnir ekkert sam­ráð borgarinnar við íbúa Grafar­vogs né hann sem skóla­meistara Borgar­holts­skóla og segir engin svör að fá nein­staðar.

Ár­sæll segist hafa hrópað eftir sam­tali í mörg ár, „ég er al­gjör­lega hundsaður.“

Þá hafi hann í rúm tvö ár í­trekað óskað eftir fundi með borgar­stjóra, „mér er ekki svarað.“

Krefst samráðs vegna lóðarinnar
Að sögn Ár­sæls sé mikil að­sókn í starfs­nám í Borgar­holts­skóla og hingað til hafi komist upp með að kenna starfs­náms­greinar í bók­náms­stofum sem er ekki venjan er­lendis.

Hann segir mikil­vægt að kennsla fari fram í rýmum sem eru hönnuð fyrir námið og tekur list­nám sem dæmi.

Þá hafi tækninni fleygt fram í bíla­iðn­greinum með til­komu raf­bíla. Ár­sæll segist hafa talað um það í ráðu­neytinu á síðasta ári að það þyrfti að stækka svæði fyrir kennslu bíla­iðnaðar vegna þessa.

Svörin sem hann hafi fengið voru að díesel bílar væru að verða úr­eltir, hvort hann gæti ekki bara beðið þangað til og notað það pláss fyrir kennslu í kringum raf­magns­bíla.

„Þetta talar fyrir sig sjálft, hvað maður hefur mátt glíma við,“ segir Ár­sæll um svörin.

Hann hafi í­trekað óskað eftir því að sam­ráðs­hópur verði settur á lag­girnar til að skoða fram­tíð lóðarinnar í kringum skólann.

„Ég er sáttur ef hjúkrunar­heimili verður niður­staðan, ef það er búið að fara fram sam­tal og greining áður.“ Á­kvarðanir megi ekki vera teknar í skjóli nætur.

Að­spurður hve­nær fyrir­hugaðar fram­kvæmdir eigi að hefjast segist hann ekki vita það. „Ég mun leggjast flatur fyrir framan gröfurnar,“ segir Ár­sæll.

Hann hafi óskað eftir upp­lýsingum frá skipu­lags­sviði og borginni en engin svör sé að fá. „Það er eins og Reykja­víkur­borg telji að þetta komi mér ekkert við, ég sé bara frekar ó­þægi­legur. Eins og leiðinda veður sem þarf að bíða af sér.“

„Það er eins og Reykja­víkur­borg telji að þetta komi mér ekkert við, ég sé bara frekar ó­þægi­legur. Eins og leiðinda veður sem þarf að bíða af sér.“

Íbúasamtök segja staðsetningu stinga í augun
Í­búa­sam­tök Grafar­vogs hafa einnig harð­lega gagn­rýnt á­kvörðun borgarinnar og segja að frétt um byggingu hjúkrunar­heimilis eiga að vera á­nægju­lega.

Hins vegar stingi stað­setning byggingarinnar í augun og „er að okkar mati í stjórn Í­búa­sam­taka Grafar­vogs illa í­grunduð.“

Þetta kemur fram í til­kynningu frá sam­tökunum.

Þar segir einnig að margar aðrar lóðir komi til greina sem henta hjúkrunar­heimilum betur. Borgar­holts­skóli sé í mikilli þörf að mæta eftir­spurn og stækkun til að auka fram­boð sitt til iðn- og tækni­mála.

Íbúasamtökin segjast ekkert hafa heyrt vegna athugasemda sem þau sendu inn 6. september vegna tillögunnar. Þá hafi heilbrigðisráðherra og menntamálaráðherra ekki svarað.

„Nú virðist staðan sú að borgaryfirvöld ætla að samþykkja þessa framkvæmd næsta þriðjudag. Þetta er nú allt samráðið í borginni.”

Heimild: Frettabladid.is