Home Fréttir Í fréttum Byrjað að steypa á Laugarbrautinni á Akranesi

Byrjað að steypa á Laugarbrautinni á Akranesi

129
0
Steypan tekur fjóra til fimm tíma að þorna. Mynd: Skessuhorn.is

Frá því í byrjun júní hafa staðið yfir framkvæmdir á Laugarbraut á Akranesi. Akraneskaupstaður var að endurnýja gangstéttir við götuna og samhliða því voru Veitur ohf að skipta um vatns- og raflagnir.

<>

Verktaki endurnýjunar gangstétta er Skóflan og verktaki lagnavinnu er Þróttur.

Á mánudaginn voru steyptar gangstéttir mestan hluta öðrum megin á Laugarbrautinni alveg að tannlæknastofunni og reiknað er með að lokið verði við steypuvinnuna í lok vikunnar ef aðstæður leyfa.

Samkvæmt útboði átti þessum áfanga að vera lokið í júlí en framkvæmdum hefur seinkað töluvert.

Heimild: Skessuhorn.is