Home Fréttir Í fréttum Arkitekt segist ekki tefja verk

Arkitekt segist ekki tefja verk

220
0
Kennsla í Fossvogi fer nú fram í færanlegum kennslustofum. Mynd/Eyþór Árnason

Arkitekt Fossvogsskóla hafnar því að hafa valdið töfum á endurbótum.

<>

Ákveðið var að taka allt húsnæðið í gegn þar sem hálfs milljarðs króna framkvæmdir dugðu ekki til að vinna bug á myglu.

Foreldrar sem sóttu fund með fulltrúum borgarinnar og verkfræðistofu í vikunni, segja að fram hafi komið að tafir á verkinu megi rekja til arkitekts hússins.

Til dæmis hafi tekið langan tíma að ná sátt um nýja klæðingu.

Helga Gunnarsdóttir, arkitekt á teiknistofu Gunnars Hanssonar, segir það ekki rétt að hún eða hennar stofa hafi valdið töfum á framkvæmdum við Fossvogsskóla.

„Það eru fleiri en ég sem taka ákvörðun um klæðingunarhlutann sem hefur verið í vinnslu undanfarið. Þakgluggarnir hafa ekki verið til umræðu, þeir eru utan þessa útboðs,“ segir Helga.

„Það er búið að vanda vel til vinnunnar og margir komið þar að. Það eru byggingatæknifræðingar, við arkitektarnir á Teiknistofunni, Reykjavíkurborg og Efla og von mín að málið gangi hraðar fyrir sig núna.“

Reykjavíkurborg segir í svari við fyrirspurn að lögbundinn hönnunarréttur sé á skólabyggingunum.

Viðræður standi yfir við handhafa réttinda vegna þeirra framkvæmda sem fram undan eru.

Heimild: Frettabladid.is