Home Fréttir Í fréttum Fá hærri bætur vegna þaks sem fauk af í miklu óveðri

Fá hærri bætur vegna þaks sem fauk af í miklu óveðri

90
0
Húsið skemmdist mikið í miklu óveðri sem gekk yfir landið í desember árið 2015. Myndin tengist fréttinni ekki beint. VÍSIR/VILHELM.

Tryggingafélagið TM þarf að greiða dánarbúi hjóna hærri bætur en það hafði þegar greitt út vegna þaks sem fauk af hluta íbúðarhúss í miklu óveðri sem gekk yfir landið í desember árið 2015.

<>

Desemberstormurinn 2015 var sannkallað aftakaveður og hlaust töluvert tjón af völdum þess víða um land.

Þar á meðal á húsi í ótilgreindu bæjarfélagi þar sem hluti þaksins fauk af, og þakklæðning flettist af á öðrum þakhlutum að hluta.

Í húsinu bjó ekkja sem lést árið 2016 en ágreiningur var uppi um hversu háar bætur tryggingafélagið ætti að greiða.

Eftir að konan lést tók dánarbú hjónanna við málinu. TM hafði greitt út 16,8 milljónir króna vegna tjónsins, auk rúmlega milljónar, samtals tæplega átján milljónir króna.

Dánarbúið taldi hins vegar að tjónið sem hlaust af hafi verið umfangsmeira og krafðist það 38 milljóna króna í bætur, en til vara 23,6 milljóna króna.

Björgunarsveitarmenn gengu fyrst frá þakinu og komu í veg fyrir frekar foktjón í fyrstu.
VÍSIR/VIHELM.

Húsið skemmdist mikið í óveðrinu og eftirköstum þess og var það metið óíbúðarhæft, og að lokum rifið árið 2019.

Vatnsleki vegna gleymsku verktaka

Í dómi héraðsdóms er því lýst að auk foktjónsins hafi orðið miklar vatnsskemdir á húsinu.

Þar kemur einnig fram að verktakar á vegum tryggingafélagsins hafi gleymt að setja yfirbreiðslusegl sem félagið útvegaði sérstaklega í janúar 2016 til að loka þakinu.

Var það ekki gert fyrr en í apríl sama ár. Áður hafði þakinu verið lokað til bráðabirgða með byggingaplasti, auk þess sem að björgunarsveitir hefðu gengið frá þakinu í óveðrinu til að fyrirbyggja frekara foktjón.

Húseigandi óskað eftir skýrslu frá Mannviti um ástand hússins sem gefin var út í mars árið 2016.

Þar var einnig fyrra tjón á húsinu frá árinu 1999 tekið með í reikninginn.

Í skýrslu Mannvits kom fram að áætlaður kostnaður við viðgerðir á húsinu væru 38 milljónir. Aðalkrafa dánarbúsins byggði á þessu mati.

Tryggingafélagið mótmælti þessu mati og framkvæmdi eigin greiningu.

Niðurstaðan þar var að kostnaðurinn næmi 17,0 milljónum króna sem boðnar voru eigendum hússins, auk 3,5 milljóna fyrir að ljúka málinu.

Húseigandi hafnaði boðinu og greiddi þá tryggingafélagið 16,8 milljónir auk þess sem það hafði áður greitt rúma milljón, samtals 17,9 milljónir.

Þaulreyndur matsmaður mat tjónið á 23,6 milljónir króna

Vegna ágreiningsins var kallaður til þaulreyndur matsmaður sem mat að húsið væri viðgerðarhæft og að kostnaður við viðgerð væri 23,6 milljónir króna. Tryggingafélagið taldi hins vegar að tjónið væri fullbætt.

Heimild: Visir.is