Home Fréttir Í fréttum Lagning Suðurnesjalínu 2 þokast nær

Lagning Suðurnesjalínu 2 þokast nær

130
0
Mynd: Landsnet
Lagning Suðurnesjalínu 2 þokast nær með úrskurðum Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í gær.
Línan á að tryggja öryggi rafmagns á Reykjanesskaga.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði í gær að ógilda bæri veitingu framkvæmdaleyfis fyrir Suðurnesjalínu 2 í Reykjanesbæ og Grindavíkurbæ.

<>

Hún felldi hins vegar úr gildi ákvörðun Hafnarfjarðabæjar um að veita framkvæmdaleyfi og einnig ákvörðun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn Landsnets um leyfi.

Síðastnefnda sveitarfélagið hefur staðið harðast á móti að Suðurnesjalína yrði lögð yfir land sveitarfélagsins.

Brýnt að tryggja rafmagnsöryggi sem fyrst

Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets segir að nú þurfi bæjarstjórnir í Hafnarfirði og Vogum að taka málið upp að nýju.

Í úrskurðunum séu ábendingar um næstu skref og hann vonist til að Landsnet geti nú haldið áfram viðræðum við sveitarfélögin:

„Úrskurðurinn í málinu er nýfallinn og við þurfum að skoða málið aðeins betur.

En við leggjum sem fyrirtæki mjög mikla áherslu á það að allir aðilar vinni hratt og vel því að málið er brýnt.

Það eru mjög miklir almannahagsmunir undir verkefninu. Það eru þúsundir heimila og hundruð fyrirtækja á svæðinu sem að byggja á öruggu og tryggu rafmagni.

Það hefur ekki verið undanfarið þannig og brýnt að úrbætur komi sem allra allra fyrst. Og nefndin bendir einfaldlega á mikilvægi þess að skoða samfélagsþáttinn sérstaklega.“

Heimild: Ruv.is