Home Fréttir Í fréttum Kaupsamningum fyrir 9,5 milljarða þinglýst á höfuðborgarsvæðinu

Kaupsamningum fyrir 9,5 milljarða þinglýst á höfuðborgarsvæðinu

44
0
Úlfarsárdalur

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 9. október til og með 15. október 2015 var 243. Þar af voru 182 samningar um eignir í fjölbýli, 40 samningar um sérbýli og 21 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 9.458 milljónir króna og meðalupphæð á samning 38,9 milljónir króna. Þetta kemur fram í frétt á vef Þjóðskrá Íslands.

<>

Á sama tíma var 30 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af voru 14 samningar um eignir í fjölbýli, 15 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 644 milljónir króna og meðalupphæð á samning 21,5 milljónir króna.

Á sama tíma var 22 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 12 samningar um eignir í fjölbýli, 8 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 574 milljónir króna og meðalupphæð á samning 26,1 milljón krónur.

Á sama tíma var 12 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru 2 samningar um eignir í fjölbýli, 8 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 275 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22,9 milljónir króna.

Heimild: Vísir.is