Home Fréttir Í fréttum Verkefni hjá Verkís: Göngubrú, skipulagsvinna í Osló

Verkefni hjá Verkís: Göngubrú, skipulagsvinna í Osló

85
0
Mynd: Verkis.is

Verkís er um þessar mundir að vinna að skipulagi vegna nýrrar göngu- og hjólreiðabrúar við gatnamótin Teisenveien – Ulvenveien í Osló. Brúin mun leysa af eldri brú sem telst ekki uppfylla öryggiskröfur sem vegfarendur hika við að nota vegna hrörlegs ástands. Brúin er aðalæð gangandi og hjólandi yfir E6 hraðbrautina í hverfinu.

<>

Núverandi brú er með stöpul milli akbrauta sem skal fjarlægja við byggingu nýrrar brúar. Ný brú mun spana 45m í einu hafi yfir E6. Verkaupi er norska vegagerðin, Svv øst. Arkitektastofan Þverá vinnur verkið í samvinnu við Verkís og er verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar undirverktaki.

Hlutverk hópsins er að gera skipulagsuppdrátt og hanna göngu- og hjólaleiðir að nýrri göngu- og hjólabrú ásamt forhönnun á nýrri brú. Einnig skýrslugerð um jarðtækni og hljóðvist við brúarstæðið. Tvær af tillögunum sem Verkís lagði fyrir verkkaupa sjást á myndum hér á síðunni. Efri myndin sýnir stagbrú með frekar lágstemmdu dekki og háum turni fyrir stögin. Neðri lausnin er stálvirkisbrú þar sem burðarvirki brúarinnar teygir sig út í handrið rampanna.

Skipulagsuppdrættir ásamt forhönnun brúar og stíga (Teknis Plan) skal ljúka í desember 2015. Verkís á möguleika á því að taka þátt í fullnaðarhönnun brúarinnar að skipulagsferlinu loknu. Sú vinna myndi hefjast á nýju ári.

Heimild: Verkís.is