Home Fréttir Í fréttum Sjö athugasemdir bárust við starfsleyfistillögu Umhverfisstofnunar fyrir Norðurál á Grundartanga

Sjö athugasemdir bárust við starfsleyfistillögu Umhverfisstofnunar fyrir Norðurál á Grundartanga

177
0
Sjö athugasemdir bárust við starfsleyfistillögu Umhverfisstofnunar fyrir Norðurál á Grundartanga. Forráðamenn álversins hyggjast auka framleiðsluna um 50.000 tonn á ári með straumhækkun.

Starfsleyfisstillagan var auglýst á tímabilinu 25. ágúst til 20. október. Af þeim sjö sem gerðu athugasemdir leggjast þrír gegn því að starfsleyfið verði veitt. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Kristjánsdóttur hjá Umhverfisstofnun við fyrirspurn Fréttastofu RÚV. Umhverfisstofnun gerir ráð fyrir að ákvörðun verði birt í málinu í nóvember.

<>

Meðal þeirra sem leggjast gegn því að Norðurál fái nýtt starfsleyfi er Umhverfisvaktin í Hvalfirði. Hún er mótfallin því að Norðuráli verði heimilað að auka framleiðsluna i 350.000 tonn á ári. Þá mótmælir hún fullyrðingum forsvarsmanna Norðuráls um að framleiðslan valdi húsdýrum ekki skaða. Í þriðja lagi leggst Umhverfisvaktin gegn því að Norðurál hafi áfram umsjón með vöktun, mælingum og mati á þeim, ásamt útgáfu skýrslna vegna eigin mengunar. Loks er þess að krafist að mælingar á loftmengun utan þynningarsvæðis álversins á Grundartanga fari fram með fullnægjandi hætti allt árið, eins og það er orðað í fréttatilkynningu frá Umhverfisvaktinni.

Heimild: Ruv.is