Home Fréttir Í fréttum Verkís verkfræðistofa hlaut viðurkenningu Lagnafélags Íslands fyrir Lofsvert lagnaverk 2014

Verkís verkfræðistofa hlaut viðurkenningu Lagnafélags Íslands fyrir Lofsvert lagnaverk 2014

172
0

Afhending viðurkenningar fór fram í slökkvistöðinni, Mosfellsbæ, síðastliðinn föstudag, 23. október og afhenti forseti Íslands verðlaunin sem veitt voru nýbyggingu slökkviliðsins í Mosfellsbæ og þeim sem komið hafa að lagnaverki byggingarinnar.

<>

Byggðaþróun undanfarinna ára hefur stækkað þjónustusvæði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) töluvert og gert það að verkum að útkallstíminn hefur ekki verið nægilega góður á tilteknum svæðum. Með byggingu þessarar nýju stöðvar í Mosfellsbæ styttist viðbragðstími slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í austurhluta svæðisins sem gerir sveitarfélögunum kleift að veita betri grunnþjónustu. Stöðin er því mjög vel staðsett með tilliti til útkalla.

Verkís annaðist alla verkfræðihönnun þessa verkefnis utan hönnun burðavirkja.
Arkitekt: Sigurður Hallgrímsson hjá Arkþingi

Heimild: Verkís.is