Home Fréttir Í fréttum Áform um hó́telbyggingu óbreytt og fjármögnun lokið

Áform um hó́telbyggingu óbreytt og fjármögnun lokið

164
0

Hugmyndir um byggingu hótels á Óseyrartanga voru kynntar á íbúafundi í Ölfusi nýverið. Gera þarf breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins til að af byggingunni geti orðið.

<>

Fyrirtækið sem hefur uppi áform um byggingu hótelsins heitir Makron, og voru fulltrúar fyrirtækisins mættir á fundinn og tóku við spurningum fundargesta, en Kristinn Ragnarsson arkitekt gerði grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum.

Líkt og Sunnlenska greindi frá í sumar er ætlunin að staðsetja hótelið við hlið veitingastaðarins Hafinu bláa skammt frá Óseyrarbrú. Þar verða 64 herbergi og veitingaaðstaða.

Á fundingum kom fram að fjármögnun verksins væri lokið og framkvæmdir ættu að geta hafist um leið og tilskylin leyfi fást. Meðal fundarmanna voru uppi spurningar um aðgengi að ströndinni og kom fram að það yrði áfram frjálst. Þá væri ætlunin að byggingin yrði lágreist og hefði ekki mikil áhrif á útlit svæðisins.

Heimild: Sunnlenska.is