Home Fréttir Í fréttum 10.11.2015 Umsjón, eftirlit og byggingarstjórn með verkinu „Nýr Landspítali við Hringbraut –...

10.11.2015 Umsjón, eftirlit og byggingarstjórn með verkinu „Nýr Landspítali við Hringbraut – Götur, veitur, lóð og sjúkrahótel“,

216
0
Tölvuteiknuð mynd af meðferðarkjarnanum. .

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Nýs Landspítala ohf. (NLSH) óskar eftir tilboðum í umsjón, eftirlit og byggingarstjórn með verkinu „Nýr Landspítali við Hringbraut – Götur, veitur, lóð og sjúkrahótel“, framkvæmd samkvæmt útboði nr. 20116.

<>

Verkefnið felst í að hafa umsjón og eftirlit, ásamt að gegna hlutverki byggingarstjóra sbr. 28. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, með útboðsverki nr. 20116, „Nýr Landspítali við Hringbraut – Götur, veitur, lóð og sjúkrahótel“.

Verkkaupi metur umfang verkefnisins við umsjón, eftirlit og byggingarstjórn vera 3000 klst. og skal tilboðið miða við það.

Verkframkvæmdin er hluti af heildarverkefni nýs Landspítala við Hringbraut.

Verkhluti GVL: Götur, veitur og lóð, þar með talið eru tengigangar milli bygginga og hluti jarðvinnu fyrir sjúkrahótelið.

Verkhluti SJH: Sjúkrahótel og hluti jarðvinnu. Það mun rísa norður af C-álmu Kvennadeildar. Hótelið mun tengjast Barnaspítala / Kvennadeild um tengigang í kjallara. Í húsinu eru 75 hótelherbergi.

Nánari lýsing verkhluta er í nefndum útboðsgögnum fyrir verkframkvæmd, útboð nr. 20116.

Verkinu öllu skal vera að fullu lokið í 1. júní 2017.

Áfangaskil eru 1. júní 2016 og 15. mars 2017.

Útboðsgögn verða til sölu á kr. 3500 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 22. október 2015.

Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum, þriðjudag 10. nóvember 2015 kl. 10:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

FRAMKVÆMDASÝSLA RÍKISINS

 

Útboðsnúmer: V20176

Opnun tilboða: 10.11.2015