Niðurstöður í hönnunarsamkeppni um aðstöðubyggingu voru kynntar s.l. föstudag á Borgarfirði eystra. Borgarfjarðarhreppur efndi til hönnunarsamkeppni um aðstöðubyggingu fyrir ferðamenn og sjómenn Borgarfirði eystra í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Dómnefnd skipuðu Þórhallur Plálsson arkitekt FAÍ, Kristján Helgason tæknifræðingur og Logi Már Einarsson arkitekt FAÍ. Alls bárust tíu tillögur í samkeppnina.
Höfundar 1. verðlauna eru: Anderson & Sigurdsson arkitekter; Ene Cordt Andersen arkitekt maa, Antoine Pinquemal (stud arch) og Þórhallur Sigurðsson arkitekt maa, FAÍ.
Höfundar 2. verðlauna eru; Hornsteinar arkitektar; Andrés Narfi Andrésson arkitekt FAÍ, Grétar Örn Guðmundsson arkitekt FAÍ, Ólafur Hersisson arkitekt FAÍ, Þórður Þorvaldsson arkitekt, Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt FAÍ, Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt FÍLA og Sigríður Brynjólfsdóttir landslagsarkitekt FÍLA.
Heimild: AÍ.is