Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Samið um uppbyggingu leikskóla við Kleppsveg fyrir 927 milljónir

Samið um uppbyggingu leikskóla við Kleppsveg fyrir 927 milljónir

164
0
Kleppsvegur 152. Í þessu húsi var um skeið rekin kynlífstækjaverslun undir heitinu Adam og Eva. mbl.is/sisi

Inn­kaupa- og fram­kvæmdaráð Reykja­vík­ur­borg­ar samþykkti á fundi sín­um 2. sept­em­ber sl. að ganga að til­boði Þarfaþings ehf. um upp­bygg­ingu og fullnaðarfrá­gang nýs leik­skóla að Klepps­vegi 150-152.

<>

Hins veg­ar var hafnað öll­um til­boðum sem bár­ust í upp­bygg­ingu og fullnaðarfrá­gang leik­skóla í Safa­mýri 5, áður Safa­mýr­ar­skóla.

Alls bár­ust átta til­boð í upp­bygg­ingu leik­skól­ans við Klepps­veg og voru öll yfir kostnaðaráætl­un, sem hljóðaði upp á rúm­ar 837 millj­ón­ir.

Meðal bjóðenda voru nokk­ur öfl­ug­ustu fyr­ir­tæk­in á verk­taka­markaði svo sem Ístak hf. og Íslensk­ir aðal­verk­tak­ar hf.

Þarfaþing átti lægsta til­boðið, krón­ur 927.073.459, sem var 110% af kostnaðaráætl­un.

Hæsta til­boðið átti Kapp­ar ehf., tæp­ar 1.374 millj­ón­ir.

Starfs­menn Þarfaþings eru byrjaðir að vinna á staðnum.

Fjög­ur til­boð bár­ust í upp­bygg­ingu leik­skóla í Safa­mýri. Kostnaðaráætl­un var rúm­ar 487 millj­ón­ir og var eitt til­boð und­ir þeirri tölu, frá Gímó ehf., 375 millj­ón­ir.

Önnur til­boð, frá Al­efli ehf., Flot­gólfi ehf. og Spöngu ehf., voru yfir áætl­un.

Reykja­vík­ur­borg keypti fast­eign­irn­ar á Klepps­vegi 150 og Klepps­vegi 152 á sam­tals rúm­lega 642 millj­ón­ir króna.

Hvort hús um sig er um eitt þúsund fer­metr­ar. Breyta átti hús­næðinu í leik­skóla fyr­ir 120-130 börn.

Þarna var var áður að finna marg­vís­lega starf­semi, svo sem artki­tekta­stof­una Arkís og kyn­líf­stækja­búðina Adam og Evu. Í frum­kostnaðaráætl­un borg­ar­yf­ir­valda var gert ráð fyr­ir að það myndi kosta 623 millj­ón­ir að breyta hús­næðinu í leik­skóla.

Nú er ljóst að fram­kvæmd­in fer langt fram úr áætl­un. Heild­ar­kostnaður við kaup og end­ur­gerð verður um 1.570 millj­ón­ir.

Full­trú­ar minni­hluta­flokk­anna í borg­ar­stjórn gagn­rýndu áform meiri­hlut­ans harðlega og töldu væn­legra að jafna hús­in við jörðu og byggja nýtt hús fyr­ir vænt­an­leg­an leik­skóla.

Heimild: Mbl.is