Home Fréttir Í fréttum 1,2 milljarða gjaldþrot verktakafélagsins Innova

1,2 milljarða gjaldþrot verktakafélagsins Innova

237
0

Gjaldþrotaskiptum í verktakafyrirtækið Innova ehf. er lokið. Samþykktar kröfur námu ríflega 1,2 milljörðum króna en félagið var lýst gjaldþrota í mars árið 2010.

<>

7,6 milljónir fengust upp í veðkröfur og 11,7 milljónir króna upp í almennar kröfur sem samtals námu 1,2 miljörðum. Því fékkst 0,96% upp í almennar kröfur.

Innova, sem var í eigu Engilberts Runólfssonar athafnamanns fyrir hrun, var afar umsvifamikið á sviði byggingariðnaðar. Félagið var móðurfélag JB Byggingafélags og Ris sem bæði voru lýst gjaldþrota eftir hrun.

Heimlid: Vísir.is