Home Fréttir Í fréttum Hyggjast opna bílasölur á Krókhálsi í október

Hyggjast opna bílasölur á Krókhálsi í október

322
0
Húsin rísa með leifturhraða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hús­næði und­ir fyr­ir­hugaðar bíla­söl­ur rís nú með met­hraða við Krók­háls 7 í Reykja­vík. Hús­in eru úr sam­sett­um timb­urein­ing­um og hvíla á steypt­um sökkli.

<>

Á lóðinni var meðal ann­ars kjarr til norðurs sem var rutt og var hún síðan gróf­jöfnuð fyr­ir mal­bik­un.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins er verkið á áætl­un og er áformað að mal­bika lóðina á næstu vik­um og opna bíla­söl­urn­ar um miðjan októ­ber.

Þar verða hundruð bíla til sýn­is og hef­ur fé­lagið K7, sem fer með verk­efnið, meðal ann­ars gengið frá samn­ing­um við Öskju – notaða bíla, Bíla­land BL, Bíla­bank­ann og Bílamiðstöðina um að vera með sölu­hús þar.

Lóðin er um 23 þúsund fer­metr­ar en tugþúsund­ir bíla fara þar fram hjá dag hvern á leið um Vest­ur­lands­veg og Suður­lands­veg. Bíla­sala tók við sér á ár­inu og var jafn­vel rætt um skort á nýj­um bíl­um.

Heimild: Mbl.is