Home Fréttir Í fréttum Ekki of seint að bæta geðsviði inn í Nýjan Landspítala

Ekki of seint að bæta geðsviði inn í Nýjan Landspítala

85
0
Mynd: Þorkell Þorkelsson

Heilbrigðisráðherra segir umhugsunarvert hvers vegna geðsvið Landspítalans varð útundan í verkefninu um nýjan spítala og segir enn ekki of seint að bæta því inn í .

<>

Landlæknir mælir með að laga liti á geðdeildinni á Kleppi sem fyrst, en húsakostur geðsviðsins barn síns tíma og brýnt að endurskoða það í heild.

Húsakostur geðdeilda Landspítalans er löngu orðinn úreltur. Forstöðufólk á geðsviði segir mikilvægt að byggja nýtt hús frá grunni sem samræmist nútímakröfum.

Umhugsunarefni hvers vegna geðsviðið varð útundan
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var að undirrita samning um nýtt bílastæðahús undir Landspítalanum í gær, sem verður hluti af 80 milljarða verkefni nýs Landspítala, þegar Bjarni Rúnarsson fréttamaður náði tali af henni.

Hvenær fær Landspítalinn nýja geðdeild?
– „Ég get ekki svarað því þetta er bara partur af þessari heildarmynd og núna erum við að byggja upp meðferðarkjarnann og önnur hús hérna á lóðinni í samræmi við þær áætlanir sem hafa legið fyrir hér um árabil.”

En hvers vegna var geðdeildin skilin útundan í þessu risastóra verkefni?
– „Það er auðvitað umhugsunarefni.”

Hvers vegna var þetta ekki tekið inn í dæmið á sínum tíma?
– „Það er bara góð spurning. Þetta er bara partur af þessari heildarhugsun.”

En er orðið of seint að tvinna geðdeildina inn í þetta Hrinbrautarverkefni?
– „Nei, það er ekkert orðið of seint en þetta verður ekki hluti af meðferðarkjarnanum, það liggur alveg fyrir.”

Landlæknir segir brýnt að leysa vandann
Alma Möller landlæknir var spurð út í þetta í Kastljósi í gær, þá sérstaklega sérhæfðu endurhæfingardeildina á Kleppi sem RÚV greindi frá í gærkvöld.

Sjá einnig: „Geðrofsgul” geðdeild í löngu úreltu húsnæði á Kleppi
Loft, hurðir og innréttingar þar eru í æpandi gulum lit, sem sjúklingur nefndi geðrofsgulan og lagði fram formlega kvörtun, enda hefur gulur litur í miklu magni slæm áhrif á andlega líðan barna og fullorðinna.

„Húsnæði geðdeildar er barn síns tíma og brýnt að skoða hvernig það verður leyst til framtíðar en þangað til finnst mér að það væri hægt að gera upp þessa deild ekki með miklum tilkostnaði og breyta litum og þess háttar.”
– Alma Möller landlæknir

Heimild: Ruv.is